Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 30
24
NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN
móberg ofan á. En mót þessara bergtegunda eru víðast óreglulegur
flötur og liggja mishátt, jafnvel í hlíðum eins fjalls.
1 Bláfelli við Hvítá er þessu eins farið ({ suðurhlíðinni; en að
norðan virðist móbergið ná niður að fjallsrótum). En sá er þó mun-
ur á, að Bláfell er stapi, og hæst á því liggur þykkur grágrýtisskjöld-
ur yfir móberginu.
I hlíðum Leggjabrjóts við Hvítárvatn sér lítið á fast berg fyrir
urð og skriðu neðan við hina hvössu brún dyngjuhraunsins (6.-7.
mynd), en allra neðst, við vatnsborðið, ern þó klettar úr bólstra-
bergi. Enn fremur má finna greinileg brot úr bólstrum (með gler-
skorpu á úthliðinni) uppi í skriðunum — og vott af móbergi.
Sú meginafstaða bólstrabergs og móbergs, sem hér voru til tínd
dæmi um, bendir til atburðarásar sem hér segir:
E Við uppkomu basaltkviku undir þykkum jökli storknar hún
í bólstraberg. Hinn ytri þrýstingur leysingarvatns og fljótandi jök-
uls ásamt þeim eiginleikum vatnsins að þétta og taka í sig alla
vatnsgufu og raunar fleiri rokgjörn efni, um leið og þau skiljast
frá kvikunni, kemur í veg fyrir sprengingar. Ekkert gos kemur upp
úr jöklinum, en hann bráðnar að neðan, bólstrabergsgúll vex upp í
hvelfinguna, sem þannig myndast, fulla af vatni.
2. Hinn ytri þrýstingur á yfirborð þess gúls minnkar um h. u. b.
eina loftþyngd (eða eitt bar) við hverja 10 m, sem það færist ofar
í vatninu. Á vissu dýpi hættir hann að vega á móti hinum innra
þrýstingi (kvikugasanna) — og sprengingar hefjast, m. ö. o. þeytigos.
Væntanlega er jökullinn oftast ltráðnaður í sundur áður en þessu
stigi er náð, svo að hin fyrsta sýnilega gosbyrjun hefst upp úr vatni
fremur en jökli.
3. Þeytigosið þekur bólstrabergsgúlinn með gosmöl, sem er efni
í móberg. Hún hleðst jafnvel hátt upp úr vatninu, og — ef um
myndun stapa er að ræða — einangrar hún gígopið nægilega frá
því, til að gosið breytist í flæðigos, sem hleður upp hraundyngju
á fjallskollinum.
4. Um leið og dyngjan hækkar færast biirð hennar einnig út
til allra hliða. Þar lenda hraunflóðin annaðhvort á jökulís eða í
vatni. Er þá þrennt (eða fernt) til um afdrif þeirra: a) Þau flæða
út yfir ísinn; en sá hluti þeirra hlýtur að brotna frá og annaðhvort
berast burt með skriði jökulsins eða síga niður um leið og hann
bráðnar undan þeirn. — b) Þau bræða sig niður úr ísnum og hlaðast