Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25 upp í bratta brún við lóðréttan ísvegg. — c) Vatnið eitt nægir til að stöðva hraunflóðin og mynda slíka brún — Að skoðun þeirra Bem- melens og Ruttens er sá möguleiki enn til, að vatnið hverfi burt í jökulhlaupi undir jöklinum, hraunin fossi hindrunarlaust ofan fjallshlíðina unz þau stöðvast við jökulinn. En einhlít merki þess- arar framvindu þekki ég ekki á neinum stapa. Þeir fáu hraunfossar sem menn þekkja í stapahlíðum, t. d. á Bláfjallsfjallgarði, virðast vera nútímahraun (Bemmelen og Rutten 1955). Sú rás atburða, sem hér að framan var rakin (1.—4.) í myndun stapa, er að breyttu breytanda hin sama og átti sér stað í Surtseyjar- gosinu nú á síðustu misserum. Með það í huga skulum við nú geta okkur til um gerð hins nýmyndaða bergs á sjávarbotni við Surtsey. Surtsgosið er almennt talið hefjast að morgni 14. nóvember 1965. Víst er, að þann morgun kom það fyrst upp úr sjó. En hitt má og telja víst, að bergkvika var þar tekin að streyma upp úr hafsbotn- inum a. m. k. nokkrum dögum ef ekki vikum áður. Þar myndaði hún bunka eða gúl, væntanlega úr sams konar bólstrabergi og vant er að vera í undirstöðu móbergsfjalla (1 á 7. mynd). Þessa „goss“ á hafsbotni varð ekki vart, meðan á því stóð, að öðru leyti en þvi, að á togaranum „Þorsteini þorskabít“ varð aðfaranótt 13. nóvember vart óvenjulegrar hlýju i sjónum á litlum bletti um 2 sjómílum suðvestur frá þeim stað, er gosið kom upp síðar. Þarna mældist 9.4° yfirborðshiti, en 7° beggja vegna (Sig. Þór. 1964). Við vitum ekkert um lögun þessa bólstrabergsgúls á sjávarbotni, en trúlega var hann nokkuð ílangur (að hætti móbergshryggja) frá NA til SV, því að fyrst eftir að gosið varð sýnilegt, kom það úr stuttri sprungu eða gígaröð með þeirri stefnu. Seinna meðan á gosinu stóð mynduðust aðrir gúlar á sama hátt og með sömu berggerð á hafsbotni við Surtsey. Þeirra var áður getið, og hinir eldri eru sýndir á bráðabirgðakorti Sjómælinganna (5. mynd) með dýptartölunum 88, 67, 74, 25. Neðansjávargúllinn „Surtla“ (25 m u. s.) er sérstaklega krappur. Samkvæmt dýptartölum Sjómælinganna er þar halli í hlíðum allt að 30°. En þetta er ekki aðeins lágmarkstala, heldur er halli, sem mælist slíkur með bergmálsdýptarmæli, raunverulega yfir 34°. Ekki þykir mér koma til mála, að smáger gosmöl — eins og sú sem kom upp í þeytigosum Surts — mundi tolla uppi í svo brattri brekku neð- ansjávar. Þarna hlýtur að hafa hrúgazt upp efni, sem er fastara fyrir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.