Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 36
30 NÁTTÚ RU FRÆÐINGU RINN grýti, sem storknað hefur hið næsta upptökum sínum á landi. Því muni kvikan, sem myndaði það, annaðhvort aldrei hafa komizt á frauðstigið eða hafa verið komin yfir það, er hún storknaði. Orsök fyrra möguleikans sé sú, að kvikan kom upp og storknaði í djúpu vatni undir miklum þrýstingi, og liins síðara, að kvikan kom upp á þurru landi, rann þaðan út í vatn, en hafði þá misst mikið af gasinnihaldi sínu vegna lítils þrýstings bæði í gosopinu og á leið til strandar. Samkvæmt þessari skýringu Trausta, sem mér virðist mjög að- gengileg, má ;etla, að sú bergkvika, sem kemur upp í vatni (sjó eða jökli), geti aðeins í nægum þrýstingi — þ. e. neðan vissra dýptar- marka — orðið að bólstrabergi, en springi í gosmöl ofar í vatninu. Freistandi er að ætla, að þessi dýptarmörk liggi nærri eða séu jafn- vel söm hinu mesta dýpi, sem eldgos yfirleitt geta hafið sig af upp úr sjó; ég mundi gizka á 20—30 m dýpi. Á það má minna, að á 30 m dýpi í vatni ríkir ferfalt meiri þrýstingur en við yfir- borð, og þar niðri taka gasbólur með sama gasmagni ferfalt minna rúm en uppi. Væntanlega er bólstrabergið í neðanverðum hlíðum móbergs- fjalla upp kornið og storknað í svo djúpu vatni eða undir svo þykk- um jökli, að þar hafi þá ríkt nokkurra loftþyngda þrýstingur. Þetta bólstraberg er yfirleitt af fullkomnustu gerð, eingöngu úr bólstrum og þeir allir með glerskorpu. Trúlega er þessu eins farið um bólstrabergið í undirstöðu Surtseyjar og neðansjávargúlunmn við hana. Hér á landi finnst þó vissulega einnig bólstraberg, sem hetur storknað á minna dýpi en 20—30 m. Hraunlög eiga það til að vera bólstrótt neðan til upp í vissa hæð en með venjulegri gerð landhrauna þar fyrir ofan. Svo er t. d. um jökulnúiö hraunlag í vesturbarmi gljúfursins hjá Gulllossi, neðstu hraunlögin í grá- grýtiskolli Hlöðufells (Guðm. Kj. 1943) og bólstrótt berg, sem kvað sums staðar korna í ljós á mótum móbergsins og grágrýtis- kollsins á sumum stapanna í Ódáðahrauni (Bemmelen og Rutten 1955). Enn fremur vottar fyrir bólstragerð neðst í hinni háu hraun- brún, sem stíflaði upp Krókslón við Tungná, eins og fyrr er getið. En nærtækast dæmi væri sjálf Surtsey. Þess var að vænta, að þar mætti finna bólstraberg í fjörunni þegar lágsjávað er. Ég hef leitað þess í þau þrjú skipti, sem ég hef komið þar, en ekki fundið,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.