Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 36
30
NÁTTÚ RU FRÆÐINGU RINN
grýti, sem storknað hefur hið næsta upptökum sínum á landi. Því
muni kvikan, sem myndaði það, annaðhvort aldrei hafa komizt á
frauðstigið eða hafa verið komin yfir það, er hún storknaði. Orsök
fyrra möguleikans sé sú, að kvikan kom upp og storknaði í djúpu
vatni undir miklum þrýstingi, og liins síðara, að kvikan kom upp
á þurru landi, rann þaðan út í vatn, en hafði þá misst mikið af
gasinnihaldi sínu vegna lítils þrýstings bæði í gosopinu og á leið
til strandar.
Samkvæmt þessari skýringu Trausta, sem mér virðist mjög að-
gengileg, má ;etla, að sú bergkvika, sem kemur upp í vatni (sjó
eða jökli), geti aðeins í nægum þrýstingi — þ. e. neðan vissra dýptar-
marka — orðið að bólstrabergi, en springi í gosmöl ofar í vatninu.
Freistandi er að ætla, að þessi dýptarmörk liggi nærri eða séu jafn-
vel söm hinu mesta dýpi, sem eldgos yfirleitt geta hafið sig af
upp úr sjó; ég mundi gizka á 20—30 m dýpi. Á það má minna,
að á 30 m dýpi í vatni ríkir ferfalt meiri þrýstingur en við yfir-
borð, og þar niðri taka gasbólur með sama gasmagni ferfalt minna
rúm en uppi.
Væntanlega er bólstrabergið í neðanverðum hlíðum móbergs-
fjalla upp kornið og storknað í svo djúpu vatni eða undir svo þykk-
um jökli, að þar hafi þá ríkt nokkurra loftþyngda þrýstingur.
Þetta bólstraberg er yfirleitt af fullkomnustu gerð, eingöngu úr
bólstrum og þeir allir með glerskorpu. Trúlega er þessu eins farið
um bólstrabergið í undirstöðu Surtseyjar og neðansjávargúlunmn
við hana.
Hér á landi finnst þó vissulega einnig bólstraberg, sem hetur
storknað á minna dýpi en 20—30 m. Hraunlög eiga það til að
vera bólstrótt neðan til upp í vissa hæð en með venjulegri gerð
landhrauna þar fyrir ofan. Svo er t. d. um jökulnúiö hraunlag í
vesturbarmi gljúfursins hjá Gulllossi, neðstu hraunlögin í grá-
grýtiskolli Hlöðufells (Guðm. Kj. 1943) og bólstrótt berg, sem
kvað sums staðar korna í ljós á mótum móbergsins og grágrýtis-
kollsins á sumum stapanna í Ódáðahrauni (Bemmelen og Rutten
1955). Enn fremur vottar fyrir bólstragerð neðst í hinni háu hraun-
brún, sem stíflaði upp Krókslón við Tungná, eins og fyrr er getið.
En nærtækast dæmi væri sjálf Surtsey. Þess var að vænta, að
þar mætti finna bólstraberg í fjörunni þegar lágsjávað er. Ég hef
leitað þess í þau þrjú skipti, sem ég hef komið þar, en ekki fundið,