Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 37
N Á1' T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N
31
svo að einhlítt sé. Á einum stað, þar sem ég var staddur með
Sigurði Þórarinssyni 1 (>. apríl 1964, var þó vottur af bólstragerð
í hrauni rétt ofan við vatnsborð, en bólstrarnir ólögulegir, aðeins
aðskildir með skoru, því að glerskorpu vantaði. Samkvæmt eigin
frásögn og ljósmynd Þorleifs Einarssonar hefur hann hitt á mun
lögulegri bólstramyndun annars staðar í hraunfjöru Surtseyjar 14.
maí 1964. — í þessum dæmum (Gullfoss — Surtsey) um bólstra-
berg myndað í grunnu vatni eru bólstrarnir yfirleitt ólögulegir
og bergið ekki eingöngu úr þeim gert, heldur eru l)il milli þeirra,
fyllt annaðhvort samfelldu eða sundurtættu hrauni eða móbergs-
breksíu.
Bólstrabergs af þessu tagi — þ. e. úr kviku, sem rann af landi út
í sjó — er vissulega að vænta í hinni bröttu neðansjávarbrekku
undan hraunströnd Surtseyjar og raunar í öllu undirlagi hraun-
dyngjunnar, þar sem það liggur undir sjávarmáli. En trúlega er
jretta lag þó aðeins að litlu leyti hlaðið upp úr bólstrum. Það er
myndað við hrun grjóts á ýmsu storknunarstigi ofan bratta brekku.
Mestur hluti þess var harðstorkinn, og vegna sjávargangsins við
Surtsey var sá hluti eflaust stærri þar en við myndun samsvarandi
berglags stapafjalla í litlum jökullónum. J þessu lagi Surtseyjar
má jafnvel búast við linsum af lábarinni möl og lagskiptum fjöru-
sandi innan mn eggjagrjót, bólstrabrot og heillega bólstra (4 á 7.
mynd).
HEIMILDARRIT - REFERENCES
Bemmelen, R. W. vnn and Rutten, M. G. 1955. Tablemountains of Northern
Iceland. Leiden.
Einarsson, Trausti 1943. Uber die Geologie der Westmannerinseln. — Vísinda-
félag íslendinga, Greinar: 175—188.
— 1946. Origin of the Basic l'uffs of Iceland. — Acta Naturalia Islandica 1:
1-75.
— 1948. Bergmyndanasaga Vestmannaeyja. — Árbók Ferðafélags íslands: 131
-157.
— 1958. A Survey of the Geology of the Area Tjörnes—Bárðardalur. — Vís.
ísl. 32: 1-79.
— 1962. Upper Tertiary and Pleistocene Rocks of Iceland. — Vís. ísl. 36:
1-196.
— 1965. The Geology of Stapafell — Súlur and the Surrounding Area. — Vís.
fsl„ Greinar 4: 49—76.