Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 50
44 NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN þessum steini og enn ólíklegra, að slíkt grjót sé að finna á yfirborði hérlendis. Um hina möguleikana er það að segja, að víða er hér að finna í fjörum grjót, sem komið liefur sem kjölfesta í skipum. Venjulega eru þetta hnullungar höfuðstórir eða litlu stærri, og ekki veit ég um slíka steina svipaðrar stærðar og ofangreindan stein, sem mun vega nálægt 600 pundurn. Hugsanlegt væri, að liann hefði átt að notast sem legsteinn, en ekki sýnist mér þó líklegt að jafn mislitur steinn hefði verið valinn til slíks. Er þá að lokum sá möguleiki, sem iíklegastur má teljast, sem sé að steinninn hafi borizt með hafís. Vafalaust er, að töluvert af grjóti hefur borizt á íslenzkar fjörur með liafís og munu ýmsir kannast við stóran stein á Tjörnesfjöru nokkuð sunnan við Hall- bjarnarstaðaá. Þann stein sýndi Guðmundur Bárðarson mér í 5. bekkjarferð vorið 1931 og sagði hann hafa borizt með ís, enda lítill vafi á því, en þessi grænleiti, flykrótti steinn (7. mynd) mun vera ignimbrít. Hins vegar er á það að líta, að Breiðafjörður er sá lands- hluti, þar sem hvað minnstar líkur eru fyrir ísreki. Mun þess aðeins tvisvar getið, síðan land byggðist, að hafís hafi komizt suður fyrir Látraröst og eitthvað inn á Breiðafjörð, árið 1685, sem líklega er mesta ísár, sem sögur fara af hérlendis, og aftur 1787. Mér er tjáð, að í vík vestan í Melrakkaey í mynni Grundarfjarðar sé mikið af graníthnullungum og korni þeir fram undan jarðvegi, sem sjór sé að brjóta. Sé stálið allt að 2 metra hátt og þó nokkuð af moldar- jarðvegi efst í því. Bendir þetta til þess, að hér sé um að ræða grjót, sem borizt hafi þangað fyrir landnám, en þetta þarf auðvitað að kanna nánar. Haft skal í huga, að vel getur hafís hafa gengið inn í Breiðafjörð undir öðrum loftslags- og straumaskilyrðum, t. d. á holtasóleyja (Dryas) skeiðunum og í byrjun norrænnar járnaldar, þótt hann geri það ekki lengur, og borið þá með sér grjót, einkum frá Grænlandi, en hugsanlega lrá öðrum svæðum, er liggja að Norður-íshafinu. Þess má og geta í þessu sambandi, að fyrir milli- göngu Kristjóns Ólafssonar sendi Sigurjón Halldórsson, skipstjóri í Grundarfirði, mér stein utan af Breiðafirði, sem komið hafði upp með dreka (akkeri) á bátnum Faisæl vorið 1960. Kann ég honum beztu þakkir fyrir, því mér þótti steinninn merkilegur. Þetta er tinnusteinn og ekki smár (8. mynd). Lengd lians er 55 cm, mest breidd 40 cm og mest þykkt 20 cm. Gat er í gegnum hann miðjan,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.