Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 51 afstöðubreyting ætti að vera mælanleg með þeim tækjum, sem hann hafði til umráða, nema svo ótrúlega háttaði til, að fastastjörnurnar væru meira en tvö hundruð sinnum lengra í burtu en Satúrnus, yzta reikistjarnan, sem þá var þekkt, en því vildi Brahe ekki trúa. Þær athuganir, sem Brahe gerði, urðu þó til að breyta heimsmynd- inni í nokkrum atriðum. í fyrsta lagi sýndi hann fram á, með saman- burði á athugunum víðs vegar úr heiminum, að blossastjarna, sem birtist í stjörnumerkinu Cassiopeia árið 1572, hlyti að haía verið lengra frá jörðinni en tunglið, en sú uppgötvun braut í bága við fyrri skoðanir um óbreytanleika stjörriuhiminsins. Nokkrum árum síðar gerði Brahe athuganir á bjartri halastjörnu og kornst að hlið- stæðri niðurstöðu, sem sé þeirri, að halastjörnur væru mjög fjar- læg fyrirbæri. En þótt Tyelio Bralie féllist aldrei á kenningu Copernicusar um að jörð og reikistjörnur snerust um sólina, voru þó ýmsir samtíma- manna hans á annarri skoðun. Meðal þeirra var ítalinn Giordano Bruno, sem einna fyrstur varð til að setja fram þá athyglisverðu liugmynd, að fastastjörnurnar væru fjarlægar sólir, sem aðrar jarðir og reikistjörnur snerust um. Jafnframt var Bruno þeirrar skoðun- ar, að sólin myndi ekki vera miðja alheimsins, enda þótt hún væri miðja sólkerfisins. Þjóðverjinn [ohannes Kepler, sem um skeið var aðstoðarmaður Tycho Brahes og síðar eftirmaður hans í starfi, var eindregið þeirrar skoðunar, að sólkerfiskenning Copernicusar væri rétt. Með ótrúlegri þrautseigju vann hann úr þeim mælingum, sem Brahe hafði látið eftir sig og tókst um síðir að finna þau meginlögmál, sem reikistjörnurnar fylgja í gangi sínum um sólina. Þar á meðal var sú uppgötvun, að brautir reikistjarnanna væru ílangir spor- baugar en ekki hringir, og að hlutfallið milli meðalljarlægða þeirra frá sólu í þriðja veldi væri jafnt hlutfalli umferðartímanna í öðru veldi. Kepler leysti þessa þraut skönnnu eftir aldamótin 1600, rétt um það leyti, sem sjónaukinn var fundinn upp. Einn af þeim fyrstu, sem notuðu Jretta nýja áhalcl til að skoða himinhvolfið, var Italinn Galileo Galilei. Er óhætt að segja, að fáir menn hafa gert jafn- margar uppgötvanir á jafnskömmum tíma. Galileo sá, að yfirborð tunglsins var fjöllótt; að reikistjörnurnar voru hnettir líkt og jörð- in; að ein þeirra, Júpíter, var umkringd fjórum tunglum, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.