Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
51
afstöðubreyting ætti að vera mælanleg með þeim tækjum, sem hann
hafði til umráða, nema svo ótrúlega háttaði til, að fastastjörnurnar
væru meira en tvö hundruð sinnum lengra í burtu en Satúrnus,
yzta reikistjarnan, sem þá var þekkt, en því vildi Brahe ekki trúa.
Þær athuganir, sem Brahe gerði, urðu þó til að breyta heimsmynd-
inni í nokkrum atriðum. í fyrsta lagi sýndi hann fram á, með saman-
burði á athugunum víðs vegar úr heiminum, að blossastjarna, sem
birtist í stjörnumerkinu Cassiopeia árið 1572, hlyti að haía verið
lengra frá jörðinni en tunglið, en sú uppgötvun braut í bága við
fyrri skoðanir um óbreytanleika stjörriuhiminsins. Nokkrum árum
síðar gerði Brahe athuganir á bjartri halastjörnu og kornst að hlið-
stæðri niðurstöðu, sem sé þeirri, að halastjörnur væru mjög fjar-
læg fyrirbæri.
En þótt Tyelio Bralie féllist aldrei á kenningu Copernicusar um
að jörð og reikistjörnur snerust um sólina, voru þó ýmsir samtíma-
manna hans á annarri skoðun. Meðal þeirra var ítalinn Giordano
Bruno, sem einna fyrstur varð til að setja fram þá athyglisverðu
liugmynd, að fastastjörnurnar væru fjarlægar sólir, sem aðrar jarðir
og reikistjörnur snerust um. Jafnframt var Bruno þeirrar skoðun-
ar, að sólin myndi ekki vera miðja alheimsins, enda þótt hún væri
miðja sólkerfisins.
Þjóðverjinn [ohannes Kepler, sem um skeið var aðstoðarmaður
Tycho Brahes og síðar eftirmaður hans í starfi, var eindregið
þeirrar skoðunar, að sólkerfiskenning Copernicusar væri rétt. Með
ótrúlegri þrautseigju vann hann úr þeim mælingum, sem Brahe
hafði látið eftir sig og tókst um síðir að finna þau meginlögmál,
sem reikistjörnurnar fylgja í gangi sínum um sólina. Þar á meðal
var sú uppgötvun, að brautir reikistjarnanna væru ílangir spor-
baugar en ekki hringir, og að hlutfallið milli meðalljarlægða þeirra
frá sólu í þriðja veldi væri jafnt hlutfalli umferðartímanna í öðru
veldi.
Kepler leysti þessa þraut skönnnu eftir aldamótin 1600, rétt um
það leyti, sem sjónaukinn var fundinn upp. Einn af þeim fyrstu,
sem notuðu Jretta nýja áhalcl til að skoða himinhvolfið, var Italinn
Galileo Galilei. Er óhætt að segja, að fáir menn hafa gert jafn-
margar uppgötvanir á jafnskömmum tíma. Galileo sá, að yfirborð
tunglsins var fjöllótt; að reikistjörnurnar voru hnettir líkt og jörð-
in; að ein þeirra, Júpíter, var umkringd fjórum tunglum, sem