Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 58
52 NÁTT Ú R U F R ÆÐINGURINN snerust um hana; og síðast en ekki sízt uppgötvaði Galileo, að vetrarbrautarslæðan á himinhvolfinu var mynduð af aragrúa daufra stjarna. I augum samtíðarmanna Galileos var vitneskjan um tungl Júpí- ters sérstaklega mikilvæg. Því hafði nefnilega verið haldið fram af þeim, sem ekki vildu trúa því, að jörðin hreyfðist, að tunglið myndi verða eftir í geimnum, ef jörðin gengi umhverfis sólina. Það, að tunglið hélzt alltaf í sömu fjarlægð, töldu þeir óræka sönnun þess, að jörðin hreyfðist ekki úr stað. Tungl [úpíters sýndu hins vegar, að þessi mótbára var haldlítil. En þá hlaut sú spurning að vakna, hvaða afl það væri, sem héldi tunglinu á braut um jörðina og reikistjörnunum á brautum um sólina. Þegar líða tók á 17. öldina voru margir fræðimenn teknir að glíma við þessa gátu, og ýmsir voru farnir að nálgast markið verulega, þegar Englendingurinn Isaac Newton birti loks hina frægu bók sína, Principia, árið 1687. I þeirri bók setti Newton fram hreyjingarlögmál þau, sem við hann eru kennd, svo og lögmál um aðdráttarafl efnisins, þyngdar- lögmálið. Þessi lögmál gáfu fullnægjandi skýringu bæði á hreyf- ingum himinhnattanna og hluta á jörðu niðri og hafa af mörgum verið talin mesta vísindaafrek allra tíma. Newton var þeirrar skoðunar, að fastastjörnurnar væru fjarlægar sólir, og hann beitti aðferð, sem Hollendingurinn Christiaan Huyg- ens hafði áður reynt að nota til að áætla fjarlægð björtustu fasta- stjörnunnar, Síríusar. Ef raunverulegt ljósmagn Síríusar væri álíka mikið og Ijósmagn sólarinnar, ætti að mega áætla, hversu mörgum sinnum fjarlægari Síríus er, með því að mæla, hve mörgum sinn- um daufari hún sýnist en sólin. Huygens hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að Síríus væri 30 þúsund sinnum lengra í burtu en sólin, en samkvæmt niðurstöðu Newtons var fjarlægð Síríusar milljón sinnum meiri en fjarlægð sólarinnar. Þótt tala Huygens væri of lág og tala Newtons of há, gáfu þær þó báðar fulla skýr- ingu á því, hvers vegna engin breyting var merkjanleg á stjörnu- himninum, þótt jörðin hreyfðist umhverfis sólina. Newton hefur verið kallaður fyrsti vísindamaður nútímans. Með jafnmiklum rétti mætti þó segja, að hann hafi verið síðasti spek- ingur gamla tímans, því að þrátt fyrir sína miklu snilli var hann að ýmsu leyti bundnari eldri skoðunum en sumir samtíðarmanna hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.