Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 55 < þyrpingar og himinþokur. Hvað þokurnar snerti var Herschel í fyrstu þeirrar skoðunar, að þær væru allar stjörnuþokur í þeim skilningi, að í nógu góðum sjónauka myndi sjást, að þær væru samsettar úr stjörnum. Með tímanum komst hann þó að þeirri niðurstöðu, að sumar þokurnar að minnsta kosti lilytu að vera skýþokur eða gasþokur, en því hafði Halley einnig haldið fram. Herschel tók saman allt, sem vitað var um eiginhreyfingar fasta- stjarnanna, og við athugun varð honum ljóst, að hreyfingarnar væru ekki óskipulegar, heldur kæmi fram í þeim tilhneiging til hreyfingar í ákveðna stefnu á himinhvolfinu. Þetta skýrði Herschel á þann veg, að sólin, og þar með sólkerfið allt, væri á ferð um geiminn í gagnstæða stefnu, nánar tiltekið í áttina að stjörnumerk- inu Herkúlesi. Hraða þessarar hreyfingar gat Herschel ekki mælt, því að á þeim tíma var ekkert vitað með vissu um það, hve fjarlæg- ar fastastjörnurnar væru. Fyrir rannsóknir sínar á fastastjörnunum hefur Herschel oft ver- ið nefndur faðir fastastjörnufræðinnar. En hann átti líka þátt í að auka þekkingu manna á sólkerfinu, ]iví að árið 1781 fann hann nýja reikistjörnu, Úranus. Þetta þótti mikill viðburður, því að frá ómunatíð liöfðu ekki aðrar reikistjörnur verið þekktar en þessar fimm: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Úranus reynd- ist vera tvöfalt fjarlægari en Satúrnus og nítján sinnum lengra frá sólu en jörðin. Á dögum Herschels gerðu stjörnufræðingar ítrekaðar tilraunir til að mæla hið árlega staðarvik fastastjarnanna, þ. e. a. s. þá árlegu afstöðubreytingu, sem hreyfing jarðar um sólu hlaut óhjá- kvæmilega að leiða til. Nálægustu stjörnurnar áttu að sýna mest staðarvik, en ekki var auðvelt að gizka á það fyrirfram, hvaða stjörnur af öllum þessum grúa væru nálægastar. Bezta aðferðin var sú að velja stjörnur með mikla eiginhreyfingu, því að líkindi voru til, að þær væru að öðru jöfnu tiltölulega nálægt. Allar tilraunir reyndust samt árangurslausar, þar til 1838, en þá tókst tveimur stjörnufræðingum svo til samtímis að leysa þessa erfiðu þraut. Þetta voru Þjóðverjinn Friedrich Bessel, sem mældi staðarvik stjörn- unnar 61 í stjörnumerkinu Svaninum, og Englendingurinn Thomas Henderson, sem mældi staðarvik stjörnunnar Alfa f stjörnumerk- inu Mannfák (Centaurus). Síðar kom í ljós, að stjarna Hendersons var einhver nálægasta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Subtitle:
alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
0028-0550
Language:
Volumes:
92
Issues:
295
Registered Articles:
Published:
1931-present
Available till:
2023
Locations:
Keyword:
Description:
Náttúrufræði.
Sponsor:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue: 1.-2. Tölublað (1966)
https://timarit.is/issue/291014

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1.-2. Tölublað (1966)

Actions: