Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 65
NÁTTÚ RU F RÆÐI N G U R1 N N
59
Harlow Shaþley (1885— ) Rúluþyrping í stjörnumerkinu Her-
kúlesi. Stjörnurnar i pessari þyrpingu
skipta hundruðum púsunda. (Ljós-
mynd: G. W. Ritchey, Mount Wilson
Observalory)
te í smíði stærsta linsusjónauka í heimi. Og þar með er ekki öll
sagan sögð, því að nokkrum árum eftir að sjónaukinn mikli á
Wilsonfjalli var fullgerður, fór Hale enn á stúfana og tókst þá
að fá sex milljónir dala frá Rockefeller til að reisa enn stærri
sjónauka á fjallinu Palomar.
En nú víkur sögunni aftur til stjörnustöðvarinnar á Wilson-
fjalli. Árið 1914 hóf stjörnufræðingurinn Harlow Shapley að rann-
saka svonefndar kúluþyrpingar, en það eru sérkennilegar, hnatt-
myndaðar stjörnuþyrpingar, sem eru nokkrir tugir ljósára í jiver-
mál og innihalda um milljón stjörnur hver. Þessar Jjyrpingar eru
yfirleitt geysifjarlægar, sem sjá má á Joví, að af 120 Jjekktum kúlu-
Jiyrpingum eru aðeins þrjár sýnilegar berum augum, og þó aðeins
sem daufar stjörnur. Shapley tók sér lyrir hendur að kortleggja
stöður þessara Jjyrpinga í geimnum. Til að ákvarða fjarlægð Jjyrp-
inganna notaði Shapley aðferð, sem í eðli sínu er einföld: í hverri
Jjyrpingu valdi hann bjartar stjörnur af vissri tegund og Jrekktu