Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 69
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN 63 afstæðiskenning innleiddi nýjar hugmyndir um eðli tíma og rúms, hugmyndir, sem brutu gjörsamlega í bága við rótgrónar skoðanir fyrri tíma. I ritinu Principia hafði Newton sett fram á skipulegan liátt þær skoðanir á þessum málum, sem flestum þóttu sjálfsagðar og augljósar. „Heimsrúmið," sagði Newton, „er í eðli sínu, án tillits til nokkurs annars, óbreytanlegt og óhreyfanlegt.". „Tíminn, hinn sjálfstæði, sanni og stærðfræðilegi tími, líður áfram af sjálfu sér, jafnt og jrétt, óháður nokkru öðru.“ En Einstein var á annarri skoðun. Hann sýndi fram á, að tírni og rúm væru ekki óháð hugtök, heldur bæri að líta á þau sem sam- tvinnaða heild, timarúmið. Bæði fjarlægðarbil og tímabil eru háð hreyfingu athugandans og verða því afstæð hugtök. Hin óháða eining, sem í staðinn kemur samkvæmt kenningu Einsteins, er bilið í tímarúminu. Hin almenna afstœðiskenning fól í sér það, sem kalla mætti þyngdarlögmál Einsteins. í stað aðdráttarafls Newtons setti Einstein fram nýja mynd af þyngdarsviði, sem eins konar sveigju í tírna- rúminu í kringum efnishluti. Utreikningar sýndu, að í slíku sviði myndi braut himinhnattar verða mjög svipuð því, sem þyngdar- lögmál Netvtons hafði sagt fyrir um, en þó ekki nákvæmlega eins. Samkvæmt útreikningi Einsteins átti til dæmis að koma fram til- tekinn snúningur á braut reikistjiirnunnar Merkúríusar, og þegar að var gáð, kom þetta heim. Óreglan á braut Merkúríusar hafði þeg- ar verið uppgötvuð árið 1859 af franska stjörnufræðingnum Lever- rier, en engum tekizt að skýra hana fyrr en nú. Einstein spáði einnig fyrir um önnur atriði, sem síðar voru staðfest með athugunum, en ekki urðu skýrð með þyngdarlögmáli Newtons. í þessu sambandi er það sérstaklega umhugsunarvert, að þyngdar- lögmál Netvtons var eitt af þeim lögmálum eðlisfræðinnar, sem mest hafði verið prófað með beinum athugunum, það lögmál, sem lengst hafði staðið af sér allar nýjungar og skoðanaskipti. Það var því blandin ánægja fyrir eðlisfræðinga og stjörnufræðinga að þurfa að horfast í augu við það, að þetta lögmál lögmálanna væri í engum skilningi óbrigðult náttúrulögmál, heldur öllu fremur handhæg reikningsregla. Árið 1917 setti Einstein fram þá hugmynd, að alheimurinn væri takmarkaður að rúmmáli, ekki þó svo, að hann hefði nein ákveðin landamæri eða endimörk, heldur þannig, að ljósgeisli, sem fylgdi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.