Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 74
68
NÁTTíÚ RUFRÆÐIN GURIN N
Walter Iiaade (1893—1960) 200 þumlunga sjónaukinn á Palotnar-
fjalli í Kaliforniu, stcersti sþegilsjón-
aulii i heimi. SmiÖi hans tók 20 ár
og kostaði sem svarar 250 milljónum
isl. kr.
þokan væri lengra í bnrtn en áður hafði verið álitið? Baade hélt
áfram athugunum sínum og gaf sérstakan gaum að sýndarbirtu
allra stjarna, sem unnt var að greina. Þar á rneðal voru breytilegar
stjörnur og aðrar stjörnur af þekktum tegundum. Smám saman
kom sannleikurinn í Ijós. Andrómeduþokan var ekki tæp milljón
ljósár frá jörðinni, heldur var hún meira en tvöfalt lengra í burtu
og þar af leiðandi miklu stærri en áður hafði verið álitið. Þær
stjörnur, sem stjörnufræðingar Jiöfðu miðað við, þegar fyrri mæling-
ar voru gerðar, reyndust vera af annarri tegund og birtuflokki, en
talið Iiafði verið, og af þessu stafaði skekkjan.
Baade var sérkennilegur maður að því leyti, að hann var næstum
ófáanlegur til að setjast niður og gera skriflega grein fyrir niður-
stöðum sínum. Vinir hans og samstarfsmenn urðu bókstaflega að
elta hann uppi til að fá fréttir af starfinu. Þegar kunnugt varð um