Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 76
70
NÁTTÚIUJFRÆÐINGURINN
uppgötvun Baades árið 1952, kom fréttin eins og reiðarslag yfir
flesta stjörnufræðinga, sem höfðu haft trausta trú á fyrri fjarlægðar-
mælingum. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, enda kom brátt á
daginn, að ýmsar augljósar vísbendingar höfðu lengi verið fyrir
hendi, þótt þeim hefði ekki verið gaumur gefinn.
Það var ekki fjarlægð Andrómeduþokunnar einnar, sem þurfti
endurskoðunar við, heldur fjarlægðir allra stjörnukerfa, sem lengra
voru í burtu. Þvermál heimsmyndarinnar tvöfaldaðist, ef svo mætti
segja. Við þessa leiðréttingu urðu stjörnuþokurnar loksins sam-
bærilegar við vetrarbrautina að stærð. Vetrarbrautarkerfið hætti að
hafa sérstöðu í heimsmyndinni, því að samkvæmt henni var alheim-
urinn nú byggður hliðstæðum vetrarbrautum, svo langt sem augað
eygði.
Leiðréttingin á fjarlægðakvarðanum var ekki eina afrek Baades.
Á árunum 1940—1950 sýndi hann fram á, aðallega með rannsókn-
um á Andrómeduþokunni, að stjörnur í vetrarbrautum skiptast í
tvo ólíka hópa, sem Baade kallaði stjörnubyggðir. í sveipþokum,
eins og okkar vetrarbraut taldist vera, er önnur stjörnubyggðin
mest í kjarnanum og í dreifðum kúluþyrpingum, en hin byggðin
fylgir örmunum, sem sveipast út frá miðjunni. Sumar tegundir
af risastjörnum fylgja örmunum sérstaklega vel, og Baade varð ljóst,
að með því að leita uppi slíkar stjörnur í okkar vetrarbraut, mæla
birtu þeirra og áætla fjarlægðina, væri hugsanlegt að rekja slóð
armanna í vetrarbrautinni og finna innri lögun hennar, en það
vandamál hafði áður reynzt óleysanlegt.
Stjörnufræðingar urðu fljótlega til að taka upp þessa hugmynd,
sem reyndist afbragð, því að risastjörnurnar voru svo bjartar, 10—
100 þúsund sinnum bjartari en sólin, að þær sáust rnjög langt að.
Árið 1951 hafði þegar tekizt að draga upp mynd af nokkrum örm-
um eða hlutum úr örmum í vetrarbrautinni, allt upp í 12 þúsund
Ijósára fjarlægð frá jörðinni. En í þeirri fjarlægð var geimrykið
orðið svo ógegnsætt, að lengra varð tæplega komizt.
Þá var það, sem ný fræðigrein kom til skjalanna, útvarpsstjörnu-
frœðin. Árið 1931 hafði Karl nokkur Jansky, starfsmaður hjá Bell
símafélaginu í Bandaríkjunum, gert þá merku uppgötvun, að út-
varpsöldur bærust til jarðar utan úr himingeimnum. Þótt upp-
götvun Janskys vekti verðskuldaða athygli, liðu fimmtán ár, áður
en nokkuð væri farið að rannsaka þetta fyrirbæri að gagni. En þá