Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 81
NÁTTÚRUFRÆÐINGURTNN 75 ur áfram að valda stjörnufræðingum heilabrotum. í fyrstu voru þessar uppsprettur kaílaðar útvarpsstjörnur, en það nafn var fljót- lega fellt niður, þegar sýnt þótti, að ekki gæti verið um eiginlegar stjörnur að ræða. Vegna þess, hve óglögga mynd útvarpssjónauk- arnir gáfu, var erfitt að staðsetja uppspretturnar með nægilegri nákvæmni til þess að hægt væri að finna þær á ljósmyndum. Eftir þrotlausa vinnu í meira en áratug, var svo koniið árið 1960, að af 3000 uppsprettum, eða þar um bil, höfðu um 80 verið staðsettar með fullri vissu. Af þeim reyndust tíu vera gasþokur í vetrarbraut- inni, fimmtíu voru fjarlægar vetrarbrautir af venjulegri gerð, en tuttugu voru vetrarbrautir af óvenjulegri gerð. Með hliðsjón af þeirri vitneskju, sem þegar var fengin, virtist ekkert óeðlilegt við útvarpsgeislunina frá gasþokunum í okkar vetrarbraut eða geislunina frá öðrum venjulegum vetrarbrautum. Oðru máli gegndi um hinar óvenjulegu vetrarbrautir. Útvarps- geislunin frá þeim reyndist allt að því milljónfalt sterkari en frá öðrum vetrarbrautum og mældist stundum meiri en öll ljósorka viðkomandi vetrarbrautar. Er það þó engin smáræðis orka, sem heil vetrarbraut geislar frá sér með ljósinu, því að það eru um tíu þúsund milljón milljón milljón milljón milljón kílówött. Því var ekki að undra, þótt stjörnufræðingar athuguðu með gaumgæfni jiær furðulegu vetrarbrautir, sem sent gátu frá sér annað eins til viðbótar af útvarpsgeislun. í einu tilfelli leit svo út sem um árekstur tveggja vetrarbrauta gæti verið að ræða, en þegar frá leið urðu rnenn vantrúaðir á þá skýringu. Árið 1962 tók bandaríski stjörnufræðingurinn Allan Sandage myndir af einni þessara óvenjnlegu vetrarbrauta gegnum sérstakar ljóssíur. Myndirnar báru þess vitni, að geysileg sprenging hefði átt sér stað í miðhluta þessarar vetrarbrautar. Samkvæmt útreikningum Sandages sýndu myndirnar ástand vetrarbrautarinnar rúinlega millj- ón árum eftir að sprengingin hófst. Efnismagnið, sem sprengingin náði til, leit út fyrir að vera meira en milljónfalt efnismagn sólar. Enginn veit með vissu um það, hvaða orsakir ráða slíkri ógnar- sprengingu. Eftir lauslegum útreikningum að dæma myndi sam- eiginleg kjarnorka Jrúsund sólstjarna varla nægja, jafnvel þótt allt efnið í stjörnunum umbreyttist í orku. Nú er ekki svo að skilja, að allar sérkennilegar vetrarbrautir, sem gefa frá sér útvarpsgeislun, sýni merki jafn stórkostlegra sprenginga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.