Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 93
NÁTTÚRUFRÆÐIN GU RI NN
87
1. Limana loscombi Sow. (Syn. Lrma loscombi Sow.)
Kólgudrekka.*
Tegund þessi telst tilDrekkuættarinnar (Limidae). Al: drekk-
um eru kunnar héðan 4 tegundir, og er Ránardrekkan (Lima-
tula subaunculata þeirra lang-al-
gengust. Hér bætist sú fimmta í
hópinn. Kólgudrekkan hefur hvítar
og þunnar skeljar; þær eru skakk-
egglaga eða hálf-tigullaga, nokkuð
kúptar. Fremri bakröndin nærri
bein, en sú aftari mjög kúpt. Eyr-
un eru smá, og er fremra eyrað
lægra en hið aftara, svo að hjörin
verða skástæð. Yfirborðið með 40—
60 fíngerðum geislagárum, sem
verða æ ógleggri því nær sem dreg-
ur skeljarnefinu. Skeljarnar gapa
lítið. Hæðin á íslenzka eintakinu
mældist 19 mm og lengdin 12 mm.
Fersk hægri skel og brot úr þeirri
vinstri fundust 17. janúar 1966 í
ýsumaga. Var ýsan veidd út af Pat-
reksfirði á sem næst því 100 m
dýpi. Tegundin er útbreidd frá
Lófóten í Noregi, suður með
ströndum Evrópu og allt til Mið-
jarðarhafs. Hefur einnig fundizt á
djúpsævi við Vestur-Afríku. Aðein
Færeyjar.
(Jón Bogason teiknaði eftir tslenzka
eintakinu.
s tómar skeljar hafa aflazt við
2. Emarginula crassa anassa Dean
Glæsimotra.
Þessi hettukuðungur telst til Motruættarinnar (Fissurelli-
dae), af þeirri ætt hafa lengi verið kunnar 2 tegundir hér við land:
Ljóramotra og Glufumotra. Fyrr nefnd hetta er með rauf
í skelina framan á hvirflinum, en sú síðartalda er með rauf upp
* Höf. greinarinnar hefur búið til íslenzku nöfnin.