Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 4
1. myncl Fyrsta myndin af Jólnisgosinu, tekin kl. 13,10 2. jóladag 1965.
The first picture of the Jólnir eruption. Surtsey in the bachground.
Ljósm. S. Þórarinsson, 26. XII. 1965.
JÓLNISÞÁTTUR
1965
26. des. Merki eldsumbrota um 0.9 km SV af Surtsey kl. rúml.
10 f. h. Var það Karl Schiöth, flugstjóri á Fokker Friendship vél
á leið til Eyja, sem fyrstur varð þeirra var. Sá, er þetta ritar,
var kominn á vettvang 3 klst. síðar, ásamt Agnari Kofoed-Hansen,
og var þá smávægilegt gos á einum stað (1. mynd), litlu meira en
það, sem fyrst sást úr Surtlu tveim árum áður. Gjall slettist upp
nokkra tugi metra í stærstu sprengingunum og dálítið af vikri flaut
á sjónum kringum eldstöðina.
28. des. Það örlaði á eyju, er Sigurjón Einarsson var þarna yfir
um kl. 11 f. h.
1966
2. jan. Smágos á tveimur stöðum á boða, sem maraði í kafi.
Voru um 50 m milli gíganna. Gosið mjög kraftlítið.