Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 8
N ÁT T Ú RUFRÆÐINGURINN
118
2. mynd. Jólnir 24. maí (A) og 20. júní (B). 1: Brimþrep, 2: Brimklif, 3: Sig-
dældir, 4: Aðalgígur, 5: Sníkjugígur. 6: Sammiðja sigstallar, 7: Lón.
Sketch maps of Jólnir on May 24 and June 20. 1: Abrasion platform, 2: Cliff,
3: Cauldrons, 4: Main crater, 3: Parasite crater, 6: Cöncentric faults, 7: Lagoons.
25. júni. Hæð gígkeilu mældist 55 m, lengd eyjar 568 m. Sígos.
Gígurinn lokaður.
23.-30. júní. Gosið allmikið dag hvern.
1. júlí. Eyjan a. m. k. 60 m há.
3. ]úli. Allt upp í hálftíma hlé milli goshrina, en stöðugt gufu-
uppstreymi í þessum hléum.
Adfartinótt 4. júlí. Sígos í 4—5 mínútna hryðjum með miklum
skruðningum. í hryðjunum féll gríðar mikið af hombum utan á
gígvegginn að norðan og ultu margar þeirra niður í lónið og rauk
mikil gufa upp af, er þær koniu í vatnið. Þegar hryðjurnar voru í
hámarki var varla vogandi að standa á norðurbakka lónssigsins. Lón-
ið lokað að vestan af mjóu rifi, en af háum bakka að austan.
12. fúli. Gígurinn lokaður um morguninn og sígoshrinur með
allt að 5 mín. löngum hléum. Síðari hluta dags slitróttar, kröftugar
sprengingar. Var jrá komin rauf gegnum gígvegginn að vestan, svo að
sjór flæddi inn.
12. júlí. Ósvaldur Knudsen, Þorvaldur Þórarinsson og fleiri
könnuðu Jólni. Lónið lokað í báða enda en allmikið vatn rann inn
í það gegnum gjóskuvegginn að austan og kom inn úr veggnum í