Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 13
NÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
123
Öskufall í Surtsey frá Jólni og Syrtlingi.
Enda þótt gosið í Jólni væri einvörðungu sprengi- eða þeytigos,
féll aska ekki í Surtsey að neinu ráði fyrr en snemma í maí 1966,
en þaðan í frá og fram í júlí var oftsinnis talsvert öskufall í Surtsey,
ef vindur stóð á hana frá Jólni. 5. mynd sýnir útbreiðslu og þykkt
Jólnisöskunnar í Surtsey undir lok gossins í Jólni. Til samanburðar
er sýnd dreifing Syrtlingsösku í Surtsey. Féll miklu meira af henni
í Surtsey, enda var Syrtlingur mun nær lienni en Jólnir.
Síðla vetrar 1966 var talsvert af fugli, aðallega ritu, í hömrunum
suðvestan í Surtsey, en þeirn varð þar lítt vært eftir að öskufall tók
að færast í aukana. Þeim fáu tugum fjörukálsplantna, sem fest höfðu
rætur í Surtsey snemma sumars 1965, grandaði askan úr Syrtlingi,
en Jólnisaskan átti sinn þátt í að sálga þeim æðri plöntum, fjörukáli,
melgrasi og fjöruarfa, sem festu rætur í Surtsey vorið eftir. En
„þriðja sinni þá fór það langtum betur“, og 26. júní 1967 leit ég
ásamt fleirum þá sjón, sem mun verða mér einna minnisstæðust
margra minnisstæðra í sambandi við Eyjaelda: fyrsta hvíta blórnið
á svartri auðn Surtseyjar (6. mynd).
HRAUNRENNSLI HEFST AÐ NÝJU
1966
19. ágiíst.. Á 8 tímanum varð Arni Johnsen, vörður í Surtsey,
var við smá jarðskjálftakippi, en hann var inni í Pálshæ. Jarðskjálfta-
mælirinn sýndi fyrstu hræringarnar kl. 07.35, en langmestar voru
þær frá 07.42 til 08.29. Kl. um 13.30 gekk Árni suðaustur í eyna og
varð þá fyrst var við að farið var að gjósa í Surti eldra, en skipverjar
á Maríu Júlíu, sem stödd var 20 sjómílur af Surtsey, sáu reyk stíga
þarna upp um kl. 10, og úr Olfusinu sást hann um 11,30. Smávegis
gufuuppstreymi hafði verið þarna alla tíð síðan hraungos hætti í
Surti yngra, 17. maí 1965. Sturla Eriðriksson, sem var staddur uppi
hjá Surti yngra milli kl. 17 og 18 hinn 18. ágúst, veitti ekki eftirtekt
neinurn breytingum á þessu gufuuppstreymi frá því sem áður hafði
5. mynd. Þykktardreifing Jólnis- (B) og Syrtlingsösku (A) í Surtsey. Þykktin
í sm.
Isopach maps sliowing the thickness distribution of Syrtlingur (A) and Jálnir
(B) tephra in Surtsey.