Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 14
124
NÁT T Ú R U F RÆ ÐIN G U RIN N
tí. mynd. Fyrsla blómið. Fjörukál austur a[ Surtseyjarlóninu.
The first jlower. Sea rocket (Cakile edentula) found in hloom on Surtsey on
June 26, 1967•
Ljósm. S. Þórarinsson.
verið. Er gos hófst að nýju í Surti eldra hafði hann hvílt sig í meir
en 2i^ ár, eða síðan í janúarlok 1964.
Er Árni Johnsen kom að gamla gígnum kl. 13.30 sá hann, að þar
hafði opnazt sprunga, sem honum mældist vera um 150 m löng.
Var hún um miðbikið á að gizka 7 m breið, en í báða enda var
hún um helmingi breiðari. Ekki var farið að hlaðast upp kringum
sprunguna svo heitið gæti, en hraun slettist, aðallega úr endum
sprungunnar, upp í um 50 m hæð. Rann hraun úr sprungunni bæði
miðsvæðis og til beggja enda, og um 100 m breið hraunsvunta hafði
teygt sig 150—200 m til ASA. Um 80 m suður af sprungunni var
hraunpyttur, um 10 m í þvermál, nær hringlaga. Var ekkert farið að
hlaðast upp kringum hann, en yfirborð hans hvelfdist upp, svo að
það var um 2 m hærra í miðju hans en út við barmana. Glóði hér