Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 18
128
N ÁT T Ú R U F RÆ Ð 1 N G U RIN N
inn 1964/65. Upp úr hádegi 2. jan. opnaðist lítil hraunæð norð-
austan í Surti eldra í um 60 m hæð (sbr. kortið 3. mynd). Þarna
sást hraun glóa í nokkrar klukkustundir, en ekki rann þarna hraun,
að heitið gæti.
-f- j(,n- Hraunrennsli norðan í mjög lítið framan a£ degi, en óx
dálítið síðla dags. Um 10-leytið púaði efri gígstrompurinn norðan
í og myndaði hvern reykhringinn af öðrum (7. mynd).
5. jan. Rennslið norðan í hætt. Hraunjaðar var þá 120 m frá
Pálsbæ.
6. jan. Glóð sást síðast í gígnum norðan í.
7- jan. Enn svolítið hraunrennsli efst úr sprungunni að sunn-
an. Síðan 2. jan. höfðu myndazt þar tvær bogadregnar, sammiðja
misgengissprungur og dálítið af hrauni ollið upp úr þeirri neðri
Textar við myndasíður I—IV. — Text to Plates I—IV.
I a. Gos í Jólni séð frá Surtsey 22. júní 1966. — Jólnir erupting, viewed jrom
Surtsey, June 22, 1966. Max. height of the island about 50 m. — Ljósm. S.
Þórarinsson.
I 1). Sami gosmökkur og á mynd I a hefur borizt til norðurs og gjóskan sáldrast
niður úr honum. — Tlie same eruption column as on pl. I a drifling north-
wards and precipitating tephra. — Ljósm. S. Þórarinsson.
II a. Ritur í bjarginu suðvestan á Surtsey. Jólnir í bakgrunni. — Birdcliff with
kittiwakes on the SIT side of Surtsey. The island Jólnir in tlie background. —
Ljósm. S. Þórarinsson, 22. VI. 1966.
II b. Jólnir séður úr lofti 14. ág. 1966, 4 dögum eftir að gosið í honurn hætti.
Surtsey að baki til vinstri. — Aerial view of Jólnir on August 14, 1966, 4 days
after it had ceased erupting. Surtsey in tlie background. — Ljósm. S. Þórarinsson.
III. a. Hraungosið í Surti cldra daginn eftir að jrað hófst. Séð til SSV. — Effusive
activily in Surtur I on its second day. View towards SS W. — Ljósm. S. Þórarins-
son, 20. VIII. 1966.
III b. Nærmynd af gosinu í nyrzta gígnum (jreim neðsta á mynd III a). Gígur-
inn slettir upp liraunflygsum og hleður upp vegg úr hraunkleprum. — The
northernmost crater on pl. III b throws up lava lumps and builds up a steep
wall around the vent. — Ljósm. S. Þórarinsson, 20. VIII. 1966.
IV a. Hraun rennur niður í Surtseyjarlónið og Pálsbær er í hættu. — Lava
flows down into the Surlsey lagoon. Seriously threatening the research hut Páls-
bcer. — Ljósm. S. Þórarinsson, 2. I. 1967.
IV b. Hraunjaðarinn nær staðnaður í Surtseyjarlóninu. — The steaming lava-
front has come nearly to a standstill in the Surtsey lagoon. — Ljósm. S. Þór-
arinsson, 3. I. 1967.