Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 25
NÁ'ITÚRUFRÆÐ INGU RINN
129
8. mynd. Kortskissa er sýnir, hvernig umhorfs var í Surti eldra 7. jan. 1967.
Sketch map of Surtur 1 as it was on Jan. 7, 1967, showing the fissures tliat
opened up on the inner slopes in Oct. 1966 and on Jan■ 1, 1967, and the two
concentric faults that were formed between Jan. 2 and 7, 1967.
(sbr. skissuna 8. mynd). Aðfærslugangur þessa hrauns er að lík-
indum eins konar keilugangar.
8. jan. Hraunrennsli úr sprungunni sunnan í gígveggnum
hætti.
8. jan—5. júni. Hraunrennsli óslitið að því er bezt er vitað.
Þau skipti, sem sá, er þetta ritar, var yfir eynni eða úti í henni (17.
jan., 8. febr., 1., 28., 29. og 31. marz, 26. apríl, 18,—20. maí og 31.
maí) virtist hraunrennslið svipað, en fór þó greinilega minnkandi,
er leið að vori. Meðalrennslið mun vart hafa verið meira en 2 m3-
/sek. Hraunið rann að mestu t lokuðum rásum, er opnuðust ekki
fyrr en suður undir strönd, eða skammt ofan við brún brimklifs,
sem þar var. Oft nrátti sjá göt, eitt eða fleiri, á þaki aðalrásanna frá
eldstöðvunum. í þeim eina gíg, sem löngum var virkur á sprung-
unni, en færðist nokkuð til á henni, kraumaði hrauntjörn, og fór