Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 28
132
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RI NN
upp við aðalgíginn fram í júlí a. m. k. í árslok 1967 var að mestu
lokið gufuuppstreymi frá eldstöðvunum í Surti eldra, nema úr
sprungunum, sem opnuðust í desember og janúar, Jrar sem enn rauk
talsvert. í næsta umhverfi Surts yngra virtist Jrað heldur aukast síðari
hluta árs 1967. Er ég var síðast í Surtsey, 23. nóv. 1968, var Jrar
enn svipað umhorfs og ári áður. Dálítið uppstreymi gufu var enn
upp úr gígunum norðan í Surti eldra, einkum úr efri strompinum,
svo og úr sprungunum sunnan í gígveggnum, og kringum Surt
yngra var uppstreymið svipað og í árslok 1967, en meira liitaupp-
streymi upp úr sprungu á botni gígsins. Einnig var heitara á brenni-
steins-gulum bletti skammt suður af gígnum en árinu áður og
kviknaði þar í spýtum, ef stungið var í heitustu glufurnar. Ekki Jrarf
þó að vera um hitnun að ræða heildarlega séð, fremur virðist hitinn
hafa safnast í færri „augu“ en áður. Barmar hraungígsins í Surti
yngra höfðu sigið nokkuð um hringlaga sprungur og kleprastrompur-
inn, sem myndaðist í hinum hraungígnum í apríl—maí 1967, halði
hrunið að nokkru, en að öðru leyti var litlar breytingar að sjá á
þeim eldstöðvum.
YFIRLIT YFIR EYJAELDA
Ef við lítunr til baka yfir Eyjaelda, getum við skipt Jreim, eftir
háttum Jreirra, í nokkra allvel aðgreinda þætti. Þeir eru (dagsetningar
innan sviga ekki öruggar):
I. Fyrsti neðansjávarjráttur, (6. nóv.) 1963—14. nóv. 1963:
Sprunga opnast á sjávarbotni, 130 m undir ylirborði sjávar.
Hryggur úr bólstrabergi og brotabergi lileðst upp næstum að
sjávarmáli.
II. Fyrsti sprengigoskafli, 14. nóv. 1963—4. apríl 1964:
Surtsey hleðst upp. f lok þessa goskafla var eyjan 115 ha, og
173 m há.
III. Fyrri ofansjávar hraungosþáttur, 4. apríl 1964—17. maí 1965:
Hraundyngja hleðst upp á sökkli gjósku, hraunmalar og
bólstrabergs. Flatarmál hrauns í lok Jnessa kafla var 153 ha.
Flatarmál Surtseyjar 245 ha.
IV. Annar neðansjávarþáttur, (miður maí) 1965—22. maí 1965:
Sökkull Syrtlings hleðst upp.