Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 38
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
e£ skilyrðin henta þeim. Geta matvælin spillst á stuttum tíma af
þessari ástæðu.
Utbreiðsla gerlanna er mjög mikil. Má segja að þeir séu alls staðar
nálægir. Hvar sem lí£ finnst á þessari jörð, þá eru alltaf einhverjir
gerlar þar á meðal, og sums staðar eru þeir einu lífverurnar. Flestir
gerlar eru ófrumbjarga, þ. e. þeir lifa á lífrænum efnum, en í náttúr-
unni verða slík efni aðeins til í líkömum jurta og dýra. Þegar jurtin
eða dýrið deyr, verða þessi efni gerlunum að bráð, þau klofna á
margvíslegan hátt af völdum gerlanna og nefnum við það rotnun.
Aðalheimkynni gerlanna eru því í rotnandi leyfum jurta og dýra
og í þarmainnihaldi dýra. Þessar lífrænu leyfar safnast fyrir í jarð-
veginum og því meira sem er af þessum efnum því meira verður af
gerlum í jarðveginum. Frjósöm akurmold eða túnmold getur inni-
haldið allt að hundrað milljónir gerla í einu grammi og í húsdýra-
áburði og sorpi getur gerlafjöldinn orðið ennþá meiri. Hreinn
sandur er aftur á móti snauður af gerlunt og í leirjarðvegi og súrum
mýrarjarðvegi er heldur ekki mikill gerlagróður. Gerlagróðurinn
er alltaf mestur í efstu lögum moldarinnar, en þegar neðar dregur
fer hann minnkandi.
Frá jarðveginum berast gerlarnir með ryki upp í loftið. Þeir eru
því mjög útbreiddir í neðstu lögum andrúmsloftsins. Mest er af
þeim yfir frjósömum og fjölbyggðum svæðum, en minnst yfir eyði-
mörkum og úthöfum og yfir hjarnbreiðum heimskautasvæðanna.
Frá jarðveginum berast gerlarnir auðvitað í vatnið, í lækina, árn-
ar, stöðuvötnin og höfin. Rigningarvatnið, tekur að sjálfsögðu með
sér talsvert af gerlum úr andrúmsloftinu, Jregar vatnið fellur til
jarðar, einkum í upphafi rigningar. En Jsetta er aðeins lítill hluti
af Jreirri gerlaíblöndun, sem á sér stað, þegar vatnið fellur á yfirborð
jarðarinnar. Ylirborðsvatn, sem rennur um frjósaman jarðveg eða
um þéttbyggð svæði, eins og stræti og torg í bæjum og borgum,
það vatn verður mjög gerlaríkt. Yfirborðsvatn, sem rennur um
gróðurlaus svæði, fjarri byggðum manna eða dýra, verður aftur á
móti gerlasnautt. Frárennsli frá mannabústöðum, gripahúsum og
mörgum verksmiðjum er mjög gerlaríkt. Þar sem slíkt frárennsli
berst í ár eða læki spillir Jrað vatninu og gerir það óhæft til neyzlu.
Jarðvatnið er yfirleitt gerlasnautt og veldur því síunin í jarðvegin-
um. Jarðvegurinn verkar eins og sía, heldur hann eftir bæði óupp-
leystum efnum og smávöxnum h'fverum, þar á meðal gerlum. Því