Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 45
N ÁT TÚ RU F RÆÐINGURINN
149
(1948) 1952-1956.
Ætt: Gempylidae
1 Nasi Nesiarchus nasutus (Johnson)
Veiddist þann 18. september 1952 í Berufjarðarál. Lengd ekki
gefin upp.
Þetta er langur fiskur, lengd á að giska 10 sinnum mesta hæðin,
neðri skoltur framteygður og beygist niður á við frernst, bakuggi
tvískiptur og fremri ugginn lengri en sá aftari, raufaruggi álíka
langur og aftari bakuggi. Fremst á raufarugga er rýtingslaga broddur.
Sporður djúpsýldur. Hreistur örsmátt. Nasi getur orðið a. m. k.
80 crn.
Lífshættir nasa eru lítt kunnir, en útlit bendir til að hann sé
ránfiskur.
Heimkynni nasa eru beggja vegna Atlantshafsins allt niður á
1500 metra dýpi.
1. mynd. Fundarstaðir nýrra fisktegunda við ísland. (1) nasi Nesiarchus nasutus,
(2) bersnati Xenodermichthys copei, (3) litli gulllax Argentina sphyraena, (4)
sníkir Fierasfer dentaus, (5) deplaháfur Scyliorhynus caniculus, (6) trjónufiskur
llhinochimaera atlantica, (7) sardína Sardina pilchardus, (8) stóri silfurfiskur
Argyropelecus gigas, (9) blciklax Oncorhynchus gorbuscha, (10) suðræni silfur-
fiskur Argyropelecus hemigymnus, (11) silfurþvari Halargyreus affinis, (12)
vartari Roccus labrax, (13) glyrnir Pomatomus telescopus, (14) silfurbrami Ptery-
combus brama, (15) kólguflekkur Pagellus centrodontus, (16) blámævill Bythites
n. sp., (17) slétthverfa Scolphthalmus rhombus.