Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
151
4. myncl. Licli gulllax Argentina sphyraena.
(Úr: Ehrenbaum).
Veiðiskip var þýzka rannsóknaskipið Anton Dohrn. Daginn eftir
veiddi sama skip 4 fiska sörnu tegundar á 64°50’N—26°39’V á
210—215 metra dýpi og þann 5. júlí 7 fiska á 64°06’N—13°04’V á
190 metra dýpi.
Litli gulllax er nokkuð jafnbola, snjáldur jafnlangt eða lengra en
lóðrétt þvermál augnanna, tálknaop víð, uggar tiltölulega smáir,
veiðiuggi á stirtlu. Hreistur er stórt, dálítið kamblaga og fellur
auðveldlega af. Litur er ljósólífugrænn eða bláleitur á baki, silfur-
glansandi á hliðum og gulhvítur með gylltum purpuraglans að neð-
an. Litli gnlllax verður sjaldan lengri en 30—35 cm.
Fæða litla gulllax er einkum smákrabbadýr, ormar, skeldýr,
smáfiskar og holdýr.
Heimkynni eru Miðjarðarhaf, vestanvert Atlantshaf, Skagerak og
Norðursjór.
Af þessari sömu ætt veiðist oft hér við land stóri gulllax (Argen-
tina silus) á svæðinu frá Dyrhólaey til Djúpáls.
Ætt: Fierasf eridae
4 Sníkir Fierasfer dentatus (Cuvier)
Fiskur þessi veiddist þann 31. ágúst 1956 á Öræfagrunni (63°30’N
— 16°04’V) af skosku rannsóknarskipi. Lengd ekki gefin upp.
Sníkir er lítill fiskur og grannvaxinn. Raufin er mjög framarlega
eða undir fremri hluta eyrugga. Bakuggi og raufaruggi mjög langir.
Kviðugga vantar. Sporðnr þráðlaga og án blöðku.
Fiskar þessarar tegundar eru frægastir fyrir þá áráttu sína að