Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 54
158
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ist síðan 11. ágúst 1902 að þrír íiskar þessarar tegundar veiddust
af norska rannsóknaskipinu Michael Sars urn það bil 150 km norð-
vestur af Hebrideseyjum á 1100—1300 metra dýpi.
Silfurþvari er af þorskfiskaætt (Gadidae), en eins og alkunnugt
er, þá eru margir fiskar af þeirri ætt hér við land.
Ætt: Serranidae
12 Vartari Roccas labrax (L)
Veiddist þann 18. ágúst 1967 í Glerárósi í Dölum. Lengd 39
cm, jryngd 550 g slægður.
Vartari hefur tvo bakugga samtengda og eru þeir á. a. g. jafn
langir. Raufaruggi er með þremur göddum fremst. Kviðuggi brjóst-
stæður. Eyruggi um það bil helmingi styttri en hausinn. Tálknalok
með tveimur göddum. Neðri kjálki örlítið framstæður. Bil milli
augna breitt. Hreistur smátt. Litur er blýgrár á baki, silfurgrár á
hliðum og silfurhvítur að neðan, stundum með litlum svörtum blett-
um á baki og hliðum, dökkbrúnn blettur á tálknaloki. Eyr- og
kviðuggar hvítleitir, aðrir uggar svartleitir. Vartari getur orðið allt
að 100 cm að lengd.
13. mynd. Vartari Roccus labrax.
(Úr: Ehrenbaum).
Vartari er ránfiskur, sem lifir á öðrum fiskum eins og t. d. sardínu
o. fl., sem hann ræður við.
Heimkynni vartara eru Miðjarðarhaf og Atlantshaf allt til Bret-
landseyja. í Norðursjó er hann frekar sjaldséður. Hann hefur veiðst
allt norður til Finnmerkur og á jafnvel til að flækjast inn í vestan-