Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 57
NATTURUFRÆÐINGURINN
161
Ætt: Sparidae
15 Kólguflekkur Pagellus centrodontus (Delroche)
Veiddist við Vestmannaeyjar árið 1961 í dragnót á 80 metra dýpi.
Annar veiddist árið 1964 á 120—140 m dýpi í Þríhamradjúpi.
Augu kólguflekks eru mjög stór, snjáldur stutt og kúpt; bolur hár
og flatur. Bakuggi er langur og að hálfu leyti nreð broddgeisla.
Sporðblaðka er stór og djúpsýld. Litur er grárauður á bol, rauð-
leitur á baki, silfurlitaður á hliðum. Stór, svartur blettur er á rák-
inni framan við og yfir eyruggum og er hann rnjög einkennandi
fyrir eldri fiska, en minna áberandi lijá yngri fiskum. Lengd 50—
60 cm.
16. mynd Kólguflekkur Pagellus centrodontus.
(Úr: Ehrenbaum).
Aðalfæða kólguflekks eru ýmis snrádýr t. d. krabbadýr, lindýr og
jafnvel hveljur.
Heimkynni kólguflekks eru frá Miðjarðarhafi, Kanaríeyjum um
vestur- og norðvestur Evrópu allt til Þrándheims í Noregi. Hann er
allalgengur við vesturströnd Noregs, en sjaldséður í Norðursjó,
Skagerak og Kattegat. Vestan Bretlandseyja er hann algengur.
Kólguflekkur er fyrsti fiskur þessarar ættar, senr veiðist hér við
land.