Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 58
162
NÁTTÚRU FRÆÐINGURIN N
Ætt: Brotulidae
16 Blámævill Bythites n. sp.
Þessi merkilegi fiskur veiddist í humarrannsóknaleiðangri Haf-
rannsóknastofnunarinnar á v/s Maríu Júlíu þann 10. júní 1967 í
Lónsdjúpi (63°53'5N—14°03'5V), á 229—283 metra dýpi. Sex fiskar
veiddust og voru þeir mældir og reyndust vera 42, 57, 82, 89, 90 og
100 mm að lengd. Auk þess sluppu nokkrir óveiddir og ómældir.
Einn fiskanna var aldursákvarðaður með aðstoð kvarna, sem eru
mjög stórar og var hann 5 ára gamall kynþroska hængur (8.9 cm).
17. mynd. Blámævill Bythites n.sp.
(Ljósm. Guðm. S. Jónss.).
Þetta eru litlir fiskar með stórt höfuð og kúpt, varaþykkir, stór-
eygðir og með slímop á höfði. Bakuggi og raufaruggi samvaxnir.
Eyruggar stórir, kviðuggar litlir. Rákin er greinileg. Litur er dökk-
blár á baki og hliðum, ljósari á kviðnum.
Fiskifræðingarnir Dr. G. Krefft í Hamborg og J. Nielsen í Kaup-
mannahöfn fengu eintök til greiningar. Töldu þeir fyrst, að hér
væri um að ræða Bylhit.es fuscus (Reinhardt) af ætt Brotulidae,
en sá liskur fannst við Vesturgrænland árið 1838 og síðan ekki
söguna meir. Nú hefur J. Nielsen athugað fyrrnefndan fisk nánar
og er þeirrar skoðunar, að hér sé fundin alveg ný tegund áður
óþekkt. Mun hann því sennilega lýsa henni þegar hann hefur full-
rannsakað fiska þá, sem til eru.