Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
167
Ljóshöfðasteggur á Reykjavíkurtjörn 13. nóvember 1967. — Ljósm. Jón B.
Sigurðsson.
taltli Bernhard Hantzsch (1905) ekki annað fært en taka Coburn
trúanlegan, en Hantzsch hafði þó ekki tök á að kanna málið til
hlítar. Tveir af fremstu fuglafræðingum þeirra tíma, Ernst Hartert
og F. C. R. Jourdain, sem báðir störfuðu í Englandi og voru því
öllum hnútum kunnugir, hafa tekið rnjög eindregna afstöðu til
frásagnar Coburns. Segir Hartert (1912—21, bls. 1323) að heimildin
sé óáreiðanleg („unglaubwiirdig"), en Jourdain (í Witherby el al.
1943, bls. 268) tekur sérstaklega fram, að engar sannanir séu fyrir
því að ljóshöfðaönd verpi á fslándi („Breeding in Iceland not sub-
stantiated“).
í grein sinni (1901 a) segir Coburn mjög lauslega frá ljóshöfða-
öndum, sem hann taldi sig hafa fundið á íslandi. Segir þar meðal
annars (þýðing höf.): „Þetta er líklega þýðingarmesta uppgötvunin,
sem ég gerði. Það er mér mikil ánægja að verða fyrstur til að finna
Jressa glæsilegu önd sem varpfugl í Evrópu. Ég get ekki látið hjá
líða að lýsa undrun minni yfir því að öllum fuglafræðingum, sem
hafa verið á íslandi bæði á undan mér og eftir, skuli hafa mistekizt að
finna þennan auðþekkta fugl. Fyrsta öndin sem ég skaut þegar ég