Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 66
170
NÁTTÚRUFRÆÐI NGU RIN N
4. Hinn 17. júní 1951 sáu Peter Scott og fleiri ljóshöfðastegg á
einni af efstu kvíslum Laxár, þar sem hún fellur úr Mývatni.
Tveir kvenfuglar (rauðhöfðaönd eða ljóshöfðaönd) voru í lylgd
með þessum stegg, og urðu þeir ekki ákvarðaðir með vissu. (Scott
1953.)
5. Hinn 27. júní 1957 sáu þeir Finnur Guðmundsson og Agnar
Ingólfsson Ijóshöfðastegg á tjörn við Hofgarða í Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi. Auk Ijóshöfðans voru eftirtaldir fuglar á tjörninni: 43
rauðhöfðaendur, 17 skúfendur (Ayt.hya fuligula), 6 duggendur
(Ayt.hya marila), 4 stokkendur (Anas platyrhynchos) og 10 flórgoðar
(Pocliceps auritus).
6. Hinn 1. júlí 1963 sá ég ásamt fleirum einn ljóshöfðastegg
(enn í fullum skrúðbúningi) með um 1000 rauðhöfðasteggjum og
fleiri gráöndum á Neslandavík í Mývatni.
7. Hinn 15. júní 1964 sá Agnar Ingólfsson Ijóshöfðastegg innan
um aðrar gráendur, aðallega rauðhöfða og gargendur (Anas
strepera), á Mývatni nálægt Geiteyjarströnd.
8. Hinn 7. júní 1965 sá ég ljóshöfðastegg ásamt kvenfugli við
Kráká í Mývatnssveit rétt sunnan við þjóðveginn. Fuglar þessir
voru á beit á árbakkanum og sáust engar aðrar endur í grennd.
Ég skaut stegginn, en kollan komst undan, og varð ekki séð hvort
þar var ljóshöfðaönd eða rauðhöfðaönd á ferðinni. Þessi ljóshöfða-
steggur er varðveittur í Náttúrufræðistofnun íslands, og er þetta
eina eintak þessarar tegundar sem þar er til frá íslandi. Steggurinn
er í fremur slitnum búningi, þyngdin var 695 g (magur), eistu ljós
og þroskuð (um 30x13 mm). í kirtlamaga voru um 15 bútar af
mýreUtingu (Equisetum palustre),einn grasbútur — sennilega af tún-
vingli (Festuca rubra), og 3 bútar af dýjamosa (Philonotis fo7itana,
ákvörðun Bergþór Jóhannsson). Tæplega helmingur af innihaldi
fóarns voru mjög meltar plöntuleifar, aðallega mýrelfting, en um
60% af innihaldinu var fíngerður sandur. — Seinna um daginn kom
ég að Álftagerði í Mývatnssveit og hitti að máli Geir bónda Krist-
jánsson. Lýsti hann fyrir mér ljóshöfðastegg, sem hann hafði séð
nær hálfum mánuði lyrr á Ullartjörn við Álftagerði. Ég tel ekki
ólíklegt að hér hafi verið á ferðinni sami steggurinn og var við
Kráká, enda er ekki nema rúmur kílómetri á milli þessara staða.
9. Hinn 8. nóvember 1965 sáum við Árni Waag fullorðinn ljós-
höfðastegg á Bæjartjörn rétt norðan Sandgerðis á Miðnesi, Gull.