Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 67
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
171
Var hann með fimm rauðhöfðaöndum, tveimur steggjum og þrem-
ur kvenfuglum, og flaug út á sjó með þeim þegar við komum. Auk
þessara anda sáum við nokkrar stokkendur, urtandarpar (Anas
crecca)ogeina hávellu(Clangula hyemalis)á tjörninni. Daginn eftir,
9. nóvember, skoðuðum við Agnar Ingólfsson ljóshöfðastegginn
nokkrum sinnum á tímabilinu 14.30 til 15.30. Var hann á sömu
tjörn innan um nokkra tugi rauðhöfðaanda. Endur þessar virtust
allar vera óparaðar. Þessi ljóshöfðasteggur var í óvenju skærum og
fallegum búningi.
10. Hinn 21. nóvember 1965 sá ég fullorðinn ljóshöfðastegg á
Elliðaárvogi við Reykjavík. Fugl þessi var á grunnu vatni austan
til á voginum, og var hann í hópi um 300 rauðhöfðaanda, en auk
J:>ess voru um 50 stokkendur og 3 urtendur á sömu slóðum. Eftir
útliti þessa Ijóshöfða að dæma, taldi ég víst, að þetta væri ekki sami
einstaklingurinn og sást í Sandgerði fyrr í mánuðinum. — Hinn
1. janúar 1966 sá Árni Waag ljóshöfðastegg á Elliðaárvogi. Fugl
þessi flaug upp af sjónum með tveimur rauðhöfðaöndum. — Hinn
10. janúar 1966 sá ég ásamt Agnari Ingólfssyni og Jóni B. Sigurðs-
syni fullorðinn ljóshöfðastegg í hópi um 500 rauðhöfðaanda á
Elliðaárvogi, og daginn eftir (11. janúar) sáu Jón B. Sigurðsson og
Sigurður Samúelsson þennan fugl á sama stað. Ég tel sennilegast, að
í öll þessi skipti hafi verið um sama fugl að ræða.
11. Hinn 28. desember 1965 sá Agnar Ingólfsson einn ljós-
höfðastegg í hópi 220 rauðhöfðaanda á sjónum við öskuhauga Hafn-
arfjarðar skannnt austur af Straumi, Gull. Ekki er útilokað, að þetta
hafi verið sami fuglinn og sást á Elliðaárvogi þennan vetur. Um
þetta leyti var Elliðaárvogur ísi lagður, svo og aðrir vogar við Inn-
nesin, en við slík skilyrði leita rauðhöfðar þeir, sem annars eru á
þessum vogum á veturna, út að opnu hafi.
12. —13. Vorið 1966 sá Sven-Axel Bengtson ljóshöfðastegg paraðan
rauðhöfða- eða ljóshöfðakvenfugli á Mývatni, og í ágúst 1966 sá
Bengtson aftur ljóshöfðastegg á Mývatni (Bengtson 1967).
14. Hinn 4. júní 1967 skoðaði Árni Waag ásamt hópi danskra
fuglafræðinga ljóshöfðastegg á Álftavogi skammt vestan Álftagerðis
í Mývatnssveit (sbr. Blume 1968). Fugl þessi var paraður, en ekki
tókst Árna og félögum lians að greina hvort kvenfuglinn var ranð-
höfðaönd eða ljóshöfðaönd. Daginn eftir, 5. júní, fór Daninn Bertel
Bruun á staðinn og skoðaði þetta par. Tókst Bertel að sjá undir