Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 67

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 67
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171 Var hann með fimm rauðhöfðaöndum, tveimur steggjum og þrem- ur kvenfuglum, og flaug út á sjó með þeim þegar við komum. Auk þessara anda sáum við nokkrar stokkendur, urtandarpar (Anas crecca)ogeina hávellu(Clangula hyemalis)á tjörninni. Daginn eftir, 9. nóvember, skoðuðum við Agnar Ingólfsson ljóshöfðastegginn nokkrum sinnum á tímabilinu 14.30 til 15.30. Var hann á sömu tjörn innan um nokkra tugi rauðhöfðaanda. Endur þessar virtust allar vera óparaðar. Þessi ljóshöfðasteggur var í óvenju skærum og fallegum búningi. 10. Hinn 21. nóvember 1965 sá ég fullorðinn ljóshöfðastegg á Elliðaárvogi við Reykjavík. Fugl þessi var á grunnu vatni austan til á voginum, og var hann í hópi um 300 rauðhöfðaanda, en auk J:>ess voru um 50 stokkendur og 3 urtendur á sömu slóðum. Eftir útliti þessa Ijóshöfða að dæma, taldi ég víst, að þetta væri ekki sami einstaklingurinn og sást í Sandgerði fyrr í mánuðinum. — Hinn 1. janúar 1966 sá Árni Waag ljóshöfðastegg á Elliðaárvogi. Fugl þessi flaug upp af sjónum með tveimur rauðhöfðaöndum. — Hinn 10. janúar 1966 sá ég ásamt Agnari Ingólfssyni og Jóni B. Sigurðs- syni fullorðinn ljóshöfðastegg í hópi um 500 rauðhöfðaanda á Elliðaárvogi, og daginn eftir (11. janúar) sáu Jón B. Sigurðsson og Sigurður Samúelsson þennan fugl á sama stað. Ég tel sennilegast, að í öll þessi skipti hafi verið um sama fugl að ræða. 11. Hinn 28. desember 1965 sá Agnar Ingólfsson einn ljós- höfðastegg í hópi 220 rauðhöfðaanda á sjónum við öskuhauga Hafn- arfjarðar skannnt austur af Straumi, Gull. Ekki er útilokað, að þetta hafi verið sami fuglinn og sást á Elliðaárvogi þennan vetur. Um þetta leyti var Elliðaárvogur ísi lagður, svo og aðrir vogar við Inn- nesin, en við slík skilyrði leita rauðhöfðar þeir, sem annars eru á þessum vogum á veturna, út að opnu hafi. 12. —13. Vorið 1966 sá Sven-Axel Bengtson ljóshöfðastegg paraðan rauðhöfða- eða ljóshöfðakvenfugli á Mývatni, og í ágúst 1966 sá Bengtson aftur ljóshöfðastegg á Mývatni (Bengtson 1967). 14. Hinn 4. júní 1967 skoðaði Árni Waag ásamt hópi danskra fuglafræðinga ljóshöfðastegg á Álftavogi skammt vestan Álftagerðis í Mývatnssveit (sbr. Blume 1968). Fugl þessi var paraður, en ekki tókst Árna og félögum lians að greina hvort kvenfuglinn var ranð- höfðaönd eða ljóshöfðaönd. Daginn eftir, 5. júní, fór Daninn Bertel Bruun á staðinn og skoðaði þetta par. Tókst Bertel að sjá undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.