Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 77
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
181
ölgerðina. Eru í kvenhumlakoll-
unum litlir, gulir kirtlar og
myndast í þeim hið beiska „lúpú-
lín“, sem einmitt kemur að not-
um við ölgerð. I Bæheimi og
norðanverðu Bæjaralandi og víð-
ar er Iiumall ræktaður til ölgerð-
ar í stórum humlagörðum. Staur-
ar eru reknir þar niður til þess
að humallinn geti vafið sig um
þá og Iialdið sér uppi. Eru þessir
iðgrænu „stauragarðar" næsta
sérkennilegir útlits. — Á íslandi
og víðar í norðlægum löndum er
humallinn ræktaður til skrauts,
aðallega upp við hús. Eru strengd
net á húshliðarnar, eða strengd-
ir þar spottar, sem humallinn
getur vafið sig utanum og klætt
húsin iðgrænum skrúða á sumr-
in. Á haustin deyr humallinn
niður að jörð, en rót og jarð-
stönglar lifa veturinn. Humli er
venjulega fjölgað með skiptingu hér á landi, en hægt er líka að
fjölga honum með græðlingum á vorin. Ekki þarf humallinn mikla
sól, en hvassviðri skemrna hann.
Humall hefur verið ræktaður í Þýzkalandi síðan á 8. eða
9. öld. Munkar fluttu hann síðar til Norðurlanda. Talið er, að í
Kákasus hafi humall verið notaður í öl í upphafi vors tímatals,
eða fyrir um 2 þúsund árum. Fyrir meira en 900 árum ráðlagði
arabískur læknir humal sem hægðalyf og blóðhreinsandi lyf — og
á 15. öld var hann hagnýttur til hins sama í Evrópu, þ. e. humla-
kollarnir.
„Lúpúlínið" í humlakollunum verkar svæfandi. Georg III.
Englandskonungur notaði humalkodda, ]). e. kodda, sem nokkrir
humlakollar voru látnir í. í stríðinu 1914—1918 var mikill skort-
ur á svefnlyf jum og minntust menn þess þá, að verkamenn í humal-
uppskeruvinnu urðu oft mjög syfjaðir. Var humlakoddaaðferðin