Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 80
184
N ÁT T Ú RU F RÆ ÐINGURINN
að vaxa upp með stórum steinum. Þær
halla sér upp að þeim og njóta skjóls og
yls. Allmargar einihríslur eru um 1 m á
hæð eða lengd; þvermál stofna um 4 cm
og ummál 8—12 cm. Stærsta einihríslan,
sem ég sá, mældist 173 cm á hæð og
teygði sig upp með kletti. Stofninn var
hálf flatvaxinn, 11,5 cm á breidd og 28,5
að ummáli. Einir vex mjög liægt og get-
ur þessi hrísla vel verið um aldargömul.
Einirinn í Hrolleifsdal er grózkulegur og
var með talsverðu af berjum. Var fyrrum
notaður til að reykja við liangikjöt.
Innan um lyngið og f jalldrapann vaxa
allvíða flækjur af litunarjafna og lyng-
jafna Lycopodium annotinum. Brúskar
af skjaldburkna og skollakambi
Ble.chnum spicant sjást víða í lækjargilj-
um í hlíðinni, en sóldögg Drosera ro-
lundifolia í mosaþúfum. Þrílaufungur
Dryopteris linnaeana sést allvíða og enn-
fremur blákolla Prunella vulgaris, brönugrös, sauðamergur mikið,
ígulstör Carex echinala mikið, undafíflar, hárdepla, steindepla,
fjalladepla, lækjadepla, firnungur, eski Equisetum hiemale, ilm-
reyr, reyrgresi o. fl. Þykir ágætt haglendi í dalnum. Vesturhlíðin er
miklu blásnari og kjarrlaus, en Jjó allgrösug, þar sem rækt er.
Hvítmosi er víða allmikill.
Að Felli og Tjörnum í Sléttuhlíð vex ljósatvítönn Lamium
alhum utan garða. Hefur þá fundizt alls á 47 stöðum, utan garða,
í Skagafirði og Húnavatnssýslum.
Úti fyrir landi Glæsibæjar liggur Málmey, vafin grasi, en ekki
gaf út þangað. En hvannir úr Málmey vaxa í blómagarðinum á
Glæsibæ, og þetta eru „risahvannir" li/£—2 m á hæð. Stormasamt
mun vera víða í Sléttuhlíð og er garðrækt mjög lítil.
Helztu midafíflar i Hrolleifsdal eru:
Íslandsfífi11 Hieracium islandicum, arinfífill H. aquiliforme,
grákollsfífill H. holopleurum, bugtannafífill H. repandum
Einir, Juniperus communis
nana.