Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 81
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
185
mókollsfífilljF/. semiprolixum, sem einnig vex í Fellinu í Sléttu-
hlíð og í árgili ofan við Höfða. (Ingimar Óskarsson ákvarðaði unda-
fíflana).
II. Yestmannaeyjar.
Dagana 26.-28. júlí dvaldi ég í Vestmannaeyjum að skoða villi-
gróður og garða á Heimaey. í kaupstaðnum og grennd er talsvert
um jurtaslæðinga, sem margir hverjir eru að ílendast.
Sáðgrösin axhnoðapuntur, háliðagras, vallarfoxgras, vallarrý-
gresi og hávingull vaxa liér og hvar í græðum, hin þroskalegustu.
Sömuleiðis sandfax í kaupstaðnum. Gulbrá er útbreidd og þist-
ill vex hér og hvar. Mjög mikið af skriðsóley, njóla, húsapunti,
baldursbrá og græðisúru. Brenninetla í gömlum kartöflugörðum og
víðar. Tvítannir allar fjórar. Krossfífill víða, silfurhnappur á stöku
stað. — Fremur sjaldgæft að sjá fuglaertur, umfeðmingsgras og
giljaflækju vaxa saman í breiðum, eins og sums staðar á Heimaey.
Mjög mikið um selgresi.
Skógarkerfill, spánarkerfill, galtarfífill, vafsúra, akurarfi, rauð-
smári. gulur steinasmári, alsíkusmári, freyjubrá, sigurskúfur, hnoða-
fræhyrna, lambaklukka, akurkál o. fl. slæðingar sjást í kaupstaðn-
um og víðar. Er þeirra nánar getið í ritgerð á ensku um íslenzka
jurtaslæðinga 1968.). Alls sá ég 41 tegund slæðinga í Heinraey í
V estmanneyjum.
Mikið blómlendier í brekkum undir hömrum, innan um sveifgrös
og vingla. Ber mikið á selgresi og stúfu. Talsvert er af blákollu,
umfeðmingi, maríustakk og stórum undafíflum, þ. e. Islands-
fífill Hieracium islandicum, Sólheimafífi 11 H. chaetolepis og
Vestmannaeyjafífill H. anglicum. Sóley er víða áberandi, t. d. í
lundahlíðum. Við sjóinn vaxa: Fjöruarfi, hrímblaðka, blálilja,
fjörukál, skarfakál, sæhvönn, Ligusticum scoticum, bjúgstör,
grástör Carex flacca bæði við sjó og víða annars staðar. Æti-
hvönn mikið í fuglabjörgum og víðar. Melgras, húsapuntur og
sandfax vaxa sums staðar saman í græðum. Baunagras í Höfðanum.
í kaupstaðnum ber mjög mikið á húsapunti, njóla og Baldursbrá.
/ görðum sáust miklar skemmdir af völdum nýlega afstaðins
stormviðris. Sást einnig á villijurtum. En blómlegt var í skjóli. Hæfa
hér auðsjáanlega bezt lágvaxnar jurtir í blómagörðum, t. d. stein-