Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 85
NÁT T Ú RU F RÆ ÐINGUR.INN
189
Mynd 1. Hraunlög í Gerpi. Á milli þeirra eru setlög. Þunnu hraunlögin við
sjávarmál voru aldursgreind. en þau eru elzta berg ofan sjávarmáls á Austur-
landi. Aldur þeirra reyndist vera 12,5 milljónir ára. Ljósm. Haraldur Sigurðsson.
bergið umhverfis. Augljóst er, að slíkt berg er einnig óhæft til K-Ar
aldursgreiningar.
Allar K-Ar-aldursákvarðanir, sem birtar eru hér, voru gerðar
á ferskum hraunum í jarðfræðideild Oxfordháskóla. Nánari grein-
argerð um rannsóknirnar hefur birzt annars staðar (Haraldur Sig-
urðsson o fl., 1968).
Fimm basalt- og andesíthraunlög í Gerpi reyndust vera 12,5±
0,2 milljón ára, þ. e. frá miðjum míósen-tíma. í Oddsskarði, en
það er um 2400 metrum ofar í basalthlaðanum en Gerpir, mæld-
is K-Ar-aldur á andesíti 11,9 ± 0,3 milljón ár, eða frá efra-míósen.
í hinu l'orna Þingmúlafjalli 5000 m ofar í staflanum en hraunin
í Gerpi, reyndist hraunlag vera 9,5 ± 0,6 milljón ára eða einnig
frá efra-míósen. Allt að 5 km þykkur hraunahlaði hefur því mynd-
azt á aðeins 3 milljónum ára.