Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 88
192
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Myncl 3. Kortið sýnir þá staði, sem sýnishorn til K-Ar-aldursákvarðana voru
lekin, og meðalaldur sýnishornanna á hverjum stað.
í Lýsuskarði á Snæfellsnesi er að finna allstóran gabbró berg-
hleif. Dökkur glimmer úr Lýsuskarði reyndist vera aðeins 1,1 ±
0,3 milljón ára. Einnig var sanidín-feldspat ákvarðað úr líparít-
öskulagi úr Grundarmön í Eyrarsveit, en aldur þess er 1,7 ±0,1 millj.
ár. Þriðja aldursákvörðunin frá Snæfellsnesi er á andesíthraunlagi
í suðvestanverðu Bjarnarhafnarfjalli. Það reyndist vera 6,7 ± 0,4
milljón ára gamalt. Þrjár ofangreindar aldursákvarðanir eru allar
á bergi frá Setbergsfjallinu svonefnda, en andesíthraunin í Bjarn-
arhafnarfjalli eru elztu jarðlög tengd jiessu eldfjalli. Samkvæmt
aldursákvörðunum spannar saga þessa eldfjalls um 5 milljónir ára.
Flyðrur í Hafnarfjalli eru vel kunnar flestum vegfarendum á
Vesturlandsvegi, en nabbar þessir og ljós skriðan niður af þeirn
eru úr granófýri, sem reyndist vera 3,9 ± 0,6 milljón ára.
Aldursákvarðanir á elztu sjáanlegum hraunlögum á Austur-
landi (12,5 ± 0,2 milljón ár), Vestfjörðum (16,0 ± 0,3 milljón ár)
og úr Borgarnesi (13,2 ± 2,0 milljón ár) skera úr um, að Jrau séu
mið-míósen að aldri, og að elzta berg ofansjávar á Islandi sé vart