Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 89
NÁTTÚ RU F RÆ SINGURINN
193
mikið eldra. Aldursákvarðanirnar gefa litla hugmynd um aldur
elztu hraunlaga á botni íslenzka basalthlaðans neðan sjávarmáls,
einkum vegna þess, að heildarþykkt hans er óþekkt, en hún er
ýmist áætluð 2—4 km eða 10 km af þeim, sem um hafa fjallað.
íslenzk jarðlög eru því mun yngri en almennt var álitið, einnig
í samanburði við t. d. færeysku blágrýtismyndunina, en Færeyjar
munu vera 55—60 milljón ára gamlar samkvæmt síðustu K-Ar-mæl-
ingum, þ. e. frá eósen, svipað og tertíeru hraunlögin á Bretlands-
eyjum.
HEIMILDA RRIT:
H. D. Pflug (1959): S]>orenbildcr aus Island und ihre stratigraphische Deutung.
N. Jb. Geol. Paliiont. 107, 1-41.
Trausti Einarsson (1963): Some chapters oí the Tertiary history ol Iceland, in:
North-Atlantic biota and their history, 1—9, London. Oxlord.
W. Friedrich (1966: Zur Geologie von Brjánslækur (Nordwest-lsland). — Sonder-
veröffent. d. Geol. Inst. d. Univ. Köln, 10., 108 bls., Köln.
Haraldur Sigurðsson í Moorbalh, S., H. Sigurðsson og R. Goodman (1968):
K-Ar-ages of the oldest exposed rocks in Iceland. — Earth and Planetary
Science Letters, 4., 3.
G. P. L. Walker (1959); Geology of the Reydarfjördur area, eastern Iceland,
Quart. J. Geol. Soc. 114., 369—393.
W. li. Harland, A. G. Smith and 1S. Wilcock (1964): The Phanerozoic Time
Scale. — Quart. (. Geol. Soc. London. 458 bls.
Rangnefni leiðrétt
I 2. útgáfu Skeldýrafánu minnar: Samlokur í sjó, útgefinni
(964, er á bls. 45—46 lýst tegund, sem ber vísindaheitið Adiþicola
(Myrina) pelagica (Forb.), nefnd gljáskel á íslenzku. Af vangá
var tegund þessi rangnefnd. Hið rétta vísindaheiti hennar er Adula
simpsoni (Marshall). Handhafar skeldýrafánunnar eru hér með
vinsamlega beðnir að leiðrétta heiti tegundarinnar.
Ingimar Óskarsson.