Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 91
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
195
mikið a£ brúnum vikri og var sá miklu fínni. Ljósbrotið reyndist
eins í báðum.
Nokkru síðar, á stórstraumsflóði í stórsjó og suðaustan roki, rak
vikurinn svo hátt á land upp, að síðar hefur ekki sjór hærra farið.
I þessu flóðfari er vikurinn ennþá og má auðveldlega rekja dreifina
langar leiðir, bæði við Hraunvík vestanverða og eins hjá Húsatótt-
um. Sömuleiðis er liana að finna í Sandvík austan undir Háleyjar-
bungu.
Ekki hef ég fundið vikur þennan vestan á Reykjanesi. Segja má
að þess sé varla von, vegna þess hve þar er sandorpið við ströndina,
en líka gæti það verið vegna þess, að vikurinn hafi aldrei rekið
þangað.
Vikur þessi er mjög grófur (1. mynd) og a. m. k. stærstu molarnir
eru svartir. Finna má einstaka brúna vikurmola innan um og eru
þeir yfirleitt smærri. Til garnans hef ég mælt nokkra af stærstu
vikurmolunum, sem ég hef fundið. Stærðin var sem hér segir:
20 X 12 X 6 cm
16 X 14X4 -
24 x 20 x 8 -
20 x 18 X 7 -
23 X 20 X 0 -
Séð í smásjá er efni vikursins brúnleitt gler með ljósbroti n 1.522
— 1.525. Samkvæmt Tröger (1959) er þetta því ekki basaltgler, heldur
gler með mun rneiri kísilsýru (Si02) eða súrara eins og það er nefnt.
Samkvæmt Moorhouse (1959) sýnir þetta ljósbrot, að glerið muni
innihalda 60-62% Si02. Svavar Hermannsson efnagreindi vikurinn
og fékk 64% SiOo. Samkvæmt þessu er því hér nánast um andesit-
gler að ræða.
Þrátt fyrir allmikla leit hefur mér ekki tekizt að finna nema
aðeins einn örlítill feldspatkristall, sem örugglega á heima í vikr-
inum, því hann var inni í glerinu. Vikurinn er mjög blöðróttur
og hafa því smá sandkorn getað komizt inn í holurnar á honum
utan frá. Þessi korn koma svo með í glerið þegar Jrað er mulið til
jiess að ákvarða ljósbrotið. Þannig á maður á hættu að fá með efni,
sem er vikrinum óviðkomandi. Af Jreim orsökum hef ég ekki athug-
að aðra kristalla en Jrá, sem beinlínis eru fastir í glerinu. Kristallur