Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 92
196
N ÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN
Mynd (fig.) 1. Vikurmolar reknir í Grindavík 1940. — Piece of pumice found in
Grindavik (conf. text).
þessi er örsmár og með mesta ljósbroti mjög nálægt n 1.529. Þetta
kemur vel heim við sanidin, en ákvörðunin nægir ekki til að full-
yrða að svo sé. Sanidin á aðallega heima í líparíti. í vikrinum frá
Oræfajökulsgosinu 1362 kemur það fyrir.
Annað það, sem vekur athygli þegar yikurinn er skoðaður í
smásjá, er að í honum er allmikið af „spherólítum“, smáum kúlulaga
myndunum (2. mynd) með tvíbroti. í miðju eru stjörnulaga kristal-
lítar, sem mynda eins konar kjarna, en út frá þeim ganga sem geislar
til allra hliða. Oft ganga þessar myndanir hver yfir í aðra og korna
venjulega fyrir í hópum í glerinu og er það þá allt með daufu tví-
broti. Stundum eru blöðrur (gasblöðrur) gegnum spherólítana sjálfa.
Er því auðsætt að hvort tveggja er samtíma myndun.
Kalla mætti þessar myndanir kýlinga (smákúlur), enda þótt það
sé ekki ávallt réttnefni. Eins og áður er það Magnús Már Lárusson,
sem lagt hefur nafnið til, og flyt ég honum þakkir fyrir. Svona rnynd-
anir eru algengar í súru bergi svo sem líparíti, og í hrafntinnu má
oft sjá þá sem kringlótta, gráleita flekki. í slíku bergi eru þeir til
í öllum stærðum, frá smásæjum og allt upp í myndanir um 3 m í