Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 96
200
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
a b
2. mynd. Ensis arcuatus. íslenzka skel-
in, a, ytra borð; b, innra borð. Ljósm.
Halldór Dagsson.
Tlie specimen jrom Lónsvik. a, out-
side of the left valve; b. inside of the
right valve. Phot. H. Dagsson.
ég nefnt hana Eggslieljaœtt á
íslenzku. Hingað til hefur ætt
þessi engan fulltrúa átt í íslenzk-
um sjó. Sumar tegundir af egg-
skeljaætt er erfitt að greina í
sundur. Gerði ég því ráðstafanir
um útvegun brezkra tegunda,
sem til greina gætu komið, því
að úr suðri taldi ég líklegt, að
aðkomutegundin hefði lagt leið
sína. Eintökin, sem fundust, líkj-
ast mest þeirri tegund, sem á
vísindamáli nefnist Ensis arcua-
tus (Jeffr.). Á íslenzku hefi ég
skírt hana Fáfnisskel. Tegund-
irnar Ensis eiisis L. og Ensis
siliqua L. geta líkst mjög nefndri
tegund, og er það álit sumra
dýrafræðinga, að þessar 3 tegund-
ir ættu réttilega að teljast ein,
afbrigðagjörn tegund. Fáfnisskel-
in er allt að því 7 sinnum lengri
en hún er breið, hálfsívöl (þegar
skeljarnar eru samluktar), lítið
eitt raðbogin, með hvössum,
ótenntum brúnum, ávöl fyrir
framendann, sem er ofurlítið
mjórri en afturendinn. Hjörin
við framenda skeljanna tennt
og er hægri skel með 1 griptönn
og 1 hliðartönn, en vinstri skel
með 2 griptönnum og 2 hliðar-
tönnum. Úttengsli, og er fremra
mót dráttarvöðvans stærra en það
aftara. Hýðið Ijósbrúnt; en
undir hýðinu er skelin bleikleit
eða gulleit. Yfirborð skeljanna
kviðrandarmegin með lágum