Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 99

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 99
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 203 hugaði frásögnina gaumgæfilega, til að forðast misskilning. Ég hef oft lesið hana síðan og komizt að sörnu niðurstöðu. í ritgerðinni er sagt: „að hneggið myndist aðeins við sveiflur yztu stélfjaðr- anna, hvorum megin.“ Með öðrum orðum: allar hinar eru óvirkar. Um þetta braut ég lengi heilann. Gat það verið, að Þjóð- verjinn Rohweder hefði ekki sannprófað nema yztu stélfjaðrirnar á sínunr hertu hrossagaukum, í hneggstellingum? Ég þóttist muna það fyrir víst, að þegar ég strákurinn — dag eftir dag — virti fyrir mér hneggjandi hrossagauk, oft örstutt frá mér, gat ég ekki betur greint en frá honum bærust stöku sinnurn tveir og jafnvel þrír tónar, senr ekki hljómuðu saman. Vel gat verið, að önnur lrvor yzta stélfjöðrin lrali orðið fyrir hnjaski og nrynd- aði því annarlegan tón. En — hvaðan konr sá þriðji? Það var óneitanlega gxunsamlegt. Við lestur fyrrnefndrar ritgerðar rifjað- ist þetta upp og margt fleira. Svo var það líka annað, sem ég fékk ekki svar við. Hneggjaði ekki kvenfuglinn líka? Mér hefur skilist á mörgum náttúruunnendum, að þeir telji það karlfuglinn, sem þannig er búinn út, frá náttúrunnar hendi, til að skenrnrta kærust- unni. í þriðja lagi fékk ég ekki upplýst um tíðni vængsveiflna á t. d. sekúndu á niðurfallinu og einnig á uppflugi lrrossagauks- ins. Vorin 1964 og 1965 greip ég nokkur tækifæri til athugunar á hneggi hans og þá fyrst og frenrst í von um að geta svalað forvitn- inni í sambandi við eitthvað af fyrrnefndum atriðunr. Og þótt ég viti vel, að þær lrumstæðu aðferðir, sem ég notaði, væri hægt að framkvæma nreð meiri nákvæmni, þá ætla ég nú samt að segja lrér frá þeim. Heinra — hjá Bjannalandi og Hafursstöðum — deyja hrossagauk- ar oft af árekstri á símavíra, en það eru næstunr eingöngu karlfugl- ar. Það var því auðvelt að ná í þá til athugunar. Aftur á móti var það hending ein að ná í nýdauða og óskemmda kvenfugla, en að lokum tókst nrér það. Á ýmsan hátt má fá úr því skorið, hvaða stélfjaðrir það eru, senr hljóðið mynda, sbr. aðferð Svíans Meves, er festi yztu stél- fjöður úr hrossagauk á nrjótt keyri, sem hann sveiflaði nógu hratt í lrringi, og tókst á þann lrátt. að fá skýran og óslitinn grunntón hneggsins. Auðveldasta aðferðin virtist mér aftur á nróti sú að nota örnrjóa, sívala spýtu — um 50—60 cm langa —, skera ofurlítið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.