Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 100

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 100
204 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gróp langs eftir mjórri enda hennar, svo hæfilegt sé fyrir legg á stélfjöður hrossagauks. Vefja svo nokkra hringi af fínum tvinna utan urn spýtuendann frernst — og þá jafnframt um raufina — og hnýta vel að. Með því að taka stélfjöður, með lítilli töng, sem auðvelt er að búa til, rétt neðan við fanirnar, þrýsta legg hennar inn í raufina, sem smáþrengist inn, á spýtunni, þá festist leggur- inn örugglega undir tvinnanum, sem vafinn er um spýtuendann, og án þess að fjöðrin skemmist, eða fjúki burtu, þótt oft sé notuð. Við lokatilraunirnar sat ég í austanstormi — 8 til 10 vindstigum — vestan við íbúðarhúsið syðst, á Bjarmalandi í maí 1965, síðla dags, er sólin skein. Aðstaðan var þarna svo góð, að ég þurfti ekki nema að rétta út höndina, suður fyrir vegghornið, til að komast í nægan loftstraum, sem kom af stað hinu umdeilda grunnhljóði hneggs- ins, þegar stélfjöður var haldið rétt í loftstrauminn, eða þannig að útfanir fjöðurhryggsins lágu þvert fyrir og klufu vindlínuna. Við hlið mína hafði ég talsvert safn af samstæðum stélfjöðrum — bæði af karl- og kvenfuglum. Þeim var stungið í laus blöð, sem voru númeruð og raðað í litla öskju. Það var því auðvelt að gera tilraun með þær, eftir vild, og ganga frá þeim aftur á sama stað, með gætni, án þess að inn- eða útfanir þeirra skemmdust. Yztu stélfjaðrir, af karlfuglum, mynduðu fyllsta grunntóninn og hljómmestan. Næsta stélfjöður — báðum megin — virtist einnig framleiða furðu hljómmikinn og hreinan tón og meira að segja þú þriðja tók einnig undir, og þá var mér skemrnt. Mest varð þó undrun mín og gleði, er ég prófaði yztu stélfjaðrirnar af kven-fugli og fékk þessa dásamlegu grunntóna hneggsins einnig frá þeim. Og ekki gat ég greint neinn mun á raddstyrk þeirra og fjöðrum karl- fuglanna. Venjulega hljómaði sami tónninn frá samstæðum fjöðr- um af sama fugli. Þó kom það fyrir, að þær urðu hjáróma. Minnt ist ég þá söngvanna forðum. Allar hinar stélfjaðrirnar virðast mér með öllu óvirkar og var ég þó um tíma á báðum áttum með þá fjórðu. Þá prófaði ég sömu stélfjaðrir, tvær og þrjár saman, en sína af hverjum fugli, og heyrðist þá stundum glöggur munur á grunntónunum. Það ber líka sjaldnar við, ef tveir hrossagaukar hneggja samtímis — stutt frá manni — að grunntónarnir séu þeir sömu hjá báðum. Mér virðist það eins og annað, af hagsýni gert hjá móður náttúru, að yztu stélfjaðrir hrossagauksins eru lang sterkbyggð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.