Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 102
206
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
oft aðeins sjö, og getur líka verið fimm sinnum. Þeir lotulengstu
komast aftur á móti stundum upp í 15—19 sinnum með vænghnykk-
ina áður en þeir hefja uppflugið. Og það þykir mér merkilegt —
ef rétt reynizt — að oftast virtist mér oddatala þar ráðandi, en ekki
raðtala. Frá tæpri sekúndu og allt að tveimur og þrem-fjórðu lengst,
getur linegghljóðið varað. En þetta hvort tveggja væri stórum
auðveldara að komast til botns í með aðstoð segulbands.
Að loknm þetta: Mjög væri mér það kært, að það, sem hér hefur
verið drepið á — um hnegg hrossagauksins — umfram það, sem
sagt er í áðurnefndri ritgerð, væri athugað gaumgæfilega af fugla-
fræðingum okkar. Það er heillandi tómstnndastarf. Og ekkert er
eins sannfærandi og það, sem rnaður heyrir sjálfur og horfir á.
Theodór Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi.
Þorleijur Einarsson:
Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1967
Félagsmenn
Árið 1967 létust 3 félagar, svo að stjórninni sé kunnugt: Uaníel Fjeldsted,
læknir, Ólafur Ólafsson, bifreiðastjóri, báðir ævifélagar, og Gísli Jónasson,
skólastjóri.
Á árinu gengu 46 nýir félagar 1 félagið, þar af einn ævifélagi, en úr félaginu
hurfu 38. í árslok var tala skráðra félaga því eins og hér segir: Heiðursfélagi 1,
kjörfélagar 5, ævifélagar 78, ársfélagar 1034 — alls eru félagsmenn því 1118.
Stjórn og aSrir starfsmenn
Stjórn félagsins: Þorleifur Einarsson, dr. rer. nat., formaður, Ólafur B. Guð-
mundsson, lyfjafræðingur, varaformaður, Bergþór Jóhannsson, cand. real., rit-
ari, Gunnar Árnason, búfræðikandidat, gjaldkeri, Gunnar Jónsson, dr. rer
nat., meðstjórnandi.
Varamenn í stjórn: Gísli Gestsson, safnvörður, og Sigurður Pétursson, dr. phil.
Endurskoðendur reikninga: Eiríkur Einarsson, verzlunarmaður og Ingólfur
Einarsson, verzlunarmaður.
Varaendurskoðandi: Óskar fngimarsson, bókavörður.
Ritstjóri Nátlúrujrœðingsins: Örnólfur Thorlacius, fil. kand.
Afgreiðslumaður Náttúrufreeðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali.