Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 103
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
207
Stjórn Minningarsjóðs Eggerls Ólafssonar: Örnólfur Thorlacius, fil. kand.,
formaður, Guðmundur Kjartansson, mag. scient. og Ingólfur Davíðsson, mag.
scient. — Til vara: Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur og Sigurður Pétursson,
dr. phil.
Aðalfundur
Aðalfundur fyrir árið 1967 var haldinn í 1. kennsluslofu Háskólans, laugar-
daginn 17. febrúar 1968. Fundinn sóttu 28 félagar. Fundarstjóri var kjörinn
Jón Á. Gissurarson, skólastjóri, og fundarritari Óskar Ingimarsson, bókavörður.
Formaður minntist í upphafi fundar látinna félaga og flutti síðan skýrslu
um störf félagsins á árinu. Þá flutti formaður Náttúruverndarnefndar félagsins
skýrslu um störf hennar á árinu. Þessu næst var gengið til stjórnarkjörs. Úr
stjórn skyldu ganga: formaður, Þorleifur Einarsson, og tveir stjórnarmenn aðrir,
Bergþór Jóhannsson og Gunnar Árnason. Þorleilur Einarsson var endurkjör-
inn formaður, en Bergþór og Gunnar báðust undan endurkosningu, og voru
þeir Jón B. Sigurðsson, kennari, og Ingóllur Einarsson, verzlunarmaður, kosnir
í þeirra stað. 1 varastjórn voru kjörnir þeir Einar B. Pálsson, dipl. ing., og
Gísli Gestsson, safnvörður. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Eiríkur Einars-
son, verzlunarmaður, og Bergþór Jóhannsson, cand. real., en varaendurskoð-
andi Magnús Sveinsson.
Á fundinum urðu nokkrar umræður um skýrslu Náttúruverndarnefndar.
Magnús Sveinsson benti á, að eldstöð sú, sern jafnan er nefnd Eldborg á
Mýrum, væri í Kolbeinsstaðahreppi. Eyþór Einarsson þakkaði störf Náttúru-
verndarnefndar og taldi stofnun hennar spor í rétta átt. Hann taldi, að hér á
landi vantaði félag áhugamanna um náttúruvernd. Formaður félagsins tók og
til máls og bað félaga að styðja nefndina í starfi.
Samkomur
Sex fræðslusamkomur voru haldnar á árinu í 1. kennslustofu Háskólans síð-
asta mánudag í janúar, febrúar, marz, apríl, október og nóvember. Á samkorn-
unum voru flutt erindi náttúrufræðilegs efnis og sýndar litgeislamyndir til
skýringar. Á eftir erindunum urðu jafnan umræður. Samkomurnar sóttu 550
manns, fæstir voru fundarmenn 30 en flestir 130, eða að meðaltali 92. Fyrir-
lestrar og umræðuelni voru þessi:
Janúar: Guðmundur Pálmason: Um jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á jarð-
skorpu og berggrunni íslands.
Febrúar: Ólafur Jónsson: Berghlaup á blágrýtissvæðunum.
Marz: Þórunn Þórðardóttir: Rannsóknir á svifþörungum á íslenzkum haf-
svæðum.
Apríl: Borgþór Jónsson: Veðurspár og gervitungl.
Október: Guttormur Sigurbjarnarson: Um uppblástur.
Nóvember: Svend-Aage Malmberg: Um hafstrauma.
Fræðsluferðir
Fyrsta fræðsluferð sumarsins var farin sunnudaginn 21. maí. Ætlunin var,
að farin yrði jarðfræðiferð um Grafning og Þingvelli, en siikum aurbleytu í