Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 104
208
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
vegum varð að hætta við ferðina. Var þá ákveðið í skyndingu að fara jarð-
fræðiferð um Reykjavík. Fyrst var skoðaður fjörumór í Seltjtirn og fuglalíf við
Bakkatjörn og Suðurnes. Síðan voru skoðaðar tertíerar bergmyndanir við Við-
eyjarsund, setlög í Háubökkum og Ártúnshöfða, mór undir Elliðaárhrauni í
eystri kvísl Elliðaánna og árrof við fossa í vestri kvísl, hvarfleir í bökkum við
skeiðvöllinn og setlög í Fossvogi. Að lokum var litast um af Öskjuhlíð og jarð-
fræði umhverfis skýrð. Mjög gott veður var og heppnaðist ferðin vel, þótt
stutt væri farið og einungis litið á jarðmyndanir, sem daglega verða á vegi
okkar. Þátttakendur voru 25. Leiðbeinendur voru Jón B. Sigurðsson, Kristján
Sæmundsson og Þorleifur Einarsson.
Önnur ferð sumarsins var tveggja daga ferð með m/s Esju á hvalamið út af
Snæfellsjökli og um BreiðafjörS. Lagt var af stað úr Reykjavík kl. 14.00 laugar-
daginn 1. júlí. Haldið var á hvalamið 80—90 sjómílur vestur af Snæfellsjökli
og komið þangað unr miðnætti. Sást þegar allstór langreyður og var elzt
við hana um skeið. Skömmu cftir að hún hvarf sýnum, sást önnur langreyð-
ur og var fylgzt með henni langa hríð. Nokkur gola var þarna úti á regin-
hafi og gerði sjóveiki aðeins vart við sig. Á fjórða tímanum um nóttina var
snúið til lands og komið undir Óndverðarnes á áttunda tímanum. Var síðan
siglt meðfram landi í fegursta veðri og inn á Grundarfjörð og horft til jarð-
myndana, sem skoðaðar voru í fræðsluferð árið áður. Síðan var stefna tekin á
Flatey og lagzt þar að bryggju upp úr liádegi, og hafði ekki kornið þar :,vo
stórt skip áður. Var síðan gengið á land og litazt um. Dreifðist hópurinn mjög
og huguðu menn að ýmsu, svo sem áhuginn beindist. Eftir þriggja tírna dvöl
í Flatey voru landfestar leystar og siglt að Látrabjargi. Siglt var undir björgunum
og fylgzt með iðandi lífi bjargfuglsins í stærsta fuglabjargi norðurhjarans.
Undir miðnætti var komið að Bjargtöngum. Var jrar snúið við og haldið áleiðis
til Reykjavíkur og komið þangað á áttunda tímanum á mánudagsmorgni.
Veður var eins og bezt varð á kosið allan tímann og heppnaðist ferðin vel.
Þátttakendur í ferðinni voru um 140, eða eins margir og skiprúm leyfði. Ferð
jjessi var farin sameiginlega á vegum félagsins og Fuglaverndunarfélagsins.
Mestan vanda af undirbúningi hafði Árni Waag, og var hann fararstjóri, en
auk lians leiðbeindu Jónas Sigurðsson, skólastjóri Sjómannaskólans, og Þor-
leifur Einarsson.
Sunnudaginn 16. júlí var farin hálfsdags fræðsluferð til gróðurathugana um
Kaldárbotna, Flelgadal og Búrfell. Veður var gott. Þátttakendur voru 35. Leið-
beinandi var Ingimar Óskarsson og fararstjóri Gunnar Árnason.
Aðalfræðsluferð sumarsins var jrriggja daga ferð að Hagavatni. Lagt var af
stað kl. 9. föstudaginn 18. ágúst. Ekið var sem leið liggur austur Hellisheiði.
Fyrst var stánzað við Kerið í Grímsnesi. Næst var hugað að fornskeljum í leir-
bökkum við Brúará, skammt ofan .brúarinnar hjá Spóastöðum. Stanzað var við
Gullfoss og jarðlög skoðuð, en sökum rigningar varð að hætta við göngu í
I’jaxa. Náttstaður var valinn á grasfitjum við vaðið á Sandá. Var tjöldum
slegið j>ar í úrhellisrigningu. Daginn eftir var hið fegursta veður. Var ekið að
skálanum við Einifell og gengið Jjaðan upp með Farinu að Hagavatni og inn
undir Hagafellsjökul eystri. Á leiðinni var litið á menjar um jökulrof og hærri
vatnsstöðu. Síðdegis var gengið inn í gljúfrið neðan Leynifoss. Vestan göngu-