Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 4
106
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
]. mynd. Hymenophyllum wilsonii Hooker úr Deildarárgili, lilandi eintök.
Ljósm. Skúli Þór Magnússon.
sömu átt, aftur á bak frá miðstrengnum og fliparendurnar eru oft
dálítið innsveigðar. Blaðkan er því oftast fjarri því að vera flöt.
Bleðlarnir eru oftast 3—7 hvoru megin, um 5—7 mm á lengd, ein-
hliða 2—3 flipaðir, vísa fliparnir út frá miðstreng eða í átt að blað-
oddi, en engir að blaðgrunni. Fliparnir eru aflangir, snubbóttir, urn
3—4 mm langir og 1,3—2 mm breiðir, með frekar gisstæðum en
skörpum tönnum. Frumur í fliparönd eru oftast ferhyrndar, 40—
60 /r á breidd og 45—90 p. á lengd. Frumur innar í blöðkunni eru
aðallega tígullaga sexhyrndar, um 35—50 p á breidd og 80—120 p
á lengd. Frumuveggir eru þunnir, örlítið þykkri í hornunum en
annars staðar. Engar gróhirslur fundust á Mýrdalseintökunum.
Mosaburkninn tilheyrir ættinni Hymenophyllaceae, en flestar teg-
undir þeirrar ættar halda sig í hitabeltinu. Hymenophyllum wil-
sonii er þó talin endemísk (einlend) macaronesísk-atlantísk tegund
(Macaronesia: Azoreyjar, Madeira, Kanaríeyjar). Vex hún utan Is-
lands á Azoreyjum, Madeira, Kanaríeyjum, norðvesurströnd Bre-
tagne, Irlandi, vestan og norðanverðum Bretlandseyjum, suðvestur-
strönd Noregs og í Færeyjum. Af þessu má ráða, að Hymenophyll-