Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 6
108 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Það þarf heldur engan að undra, að hann skuli ekki hafa fundist fyrr. Yfirleitt eru það mosagrúskarar sem finna hann, enda líkist hann miklu meira mosum (Mnium) en venjulegum burknum og vex þar að auki að miklu leyti á kafi innan um mosa. Jóhann Pálsson dró þetta vel og spámannlega saman, er við kom- um við í Mýrdalnum á leið til Austurlands í júlíbyrjun síðastliðið sumar. Barst þá talið að háplöntutegundum, sem hugsanlega ættu eftir að finnast hérlendis. Jóhann sagði eittlivað á þá leið, að senni- lega yxi Hymenophyllum wilsonii hér, en það væru aðeins mosa- fræðingar, sem tækju eftir honum, svo nú væri komið til minna kasta, og ef hann fyndist hér, þá væri liann í Mýrdalnum. Varð þetta til þess, að þessa tegund bar nokkuð á góma næstu vikur. Við komum í Deildarárgil í þessari ferð og leist mér þar gott mosaland. Var ákveðið að safna þar í heimleiðinni, en það fórst þó fyrir. Rúmum þrem vikum síðar átti ég leið næst þarna um og var þá á heimleið úr söfnunarleiðangri með E. C. Wallace og Eiríki Jens- syni. Bauðst þá tækifæri til mosasöfnunar í gilinu. Minna varð þó úr þeirri söfnun en til stóð, bæði vegna mikillar rigningar og eins að fyrsta mosasýnið, sem ég tók, reyndist ekki vera mosi við nánari athugun, og gat vart annað verið en hinn margumtalaði Hymeno- phyllum wilsonii. Við þetta hætti ég að mestu við frekari mosa- tínslu, gilið var því ekki rannsakað nákvæmlega, en þó svipast um eftir mosaburknanum í nágrenni við fundarstaðinn áður en sest var að kaffidrykkju hjá Einari bónda á Skammadalshóli. Vert væri að rannsaka gilið betur og eins að leita mosaburknans víðar í ofanverðum Mýrdalnum. Allmikið hefur verið safnað af mosum úti við sjóinn á Mýrdalssvæðinu, en efri hluti Mýrdalsins hefur orðið útundan. Aftur á móti liefur talsverðu verið safnað á þeim svæðum öðrum, þar sem helst kæmi til greina að leita að hon- um, þ. e. a. s. Eyjafjallasvæðinu og Öræfunum. Tegund, sem vex aðeins á einum smábletti, getur vissulega orðið fyrir ýmsum ófyrir- sjáanlegum skakkaföllum; það væri því gleðiefni, ef mosaburkninn fyndist víðar en á þessum eina stað. Vonandi fá þau eintök, sem eftir eru í Deildarárgili, að vera þar í lriði. Eintök voru send til Lystigarðsins á Akureyri í von um að takast mætti að halda þeim lifandi þar, en Hymenophyllum er sagður mjög erfiður í ræktun (Lawrence). Safneintök eru varðveitt á Náttúrufræðistofnun íslands. Ég hef kosið að nefna Hymenophyllum ivilsonii mosaburkna á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.