Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 12
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Orka skjálfta fer vaxandi með stærð þeirra og lætur nærri, að hún
þrítugfaldist við hvert stærðarstig. Skjálfti af stærð 2, sem fólk verð-
ur aðeins vart næst upptökum, leysir orku, sem er aðeins um 7 kWh
eða álíka og dagleg raforkunotkun lieimilis. Skjálfti af stærð 3 losar
orku á við mánaðarnotkun heimilis, en skjálfti, sem er 7,5 að stærð
og með Jreim stærstu, sem hér verða, losar orku, sem jafnast. á við
ársframleiðslu Búrfellsvirkjunar. Slíkur skjálfti mundi hafa áhrif
IX—X stig innan við 20 km fjarlægð frá upptökum og beint yfir
sprungunni gætu áhrifin orðið enn meiri, X—XII stig og eyðandi á
flest mannvirki. Talið er, að bylgjukraftar í svo stórum skjálfta geti
orðið meiri en 35% af Jryngdarkrafti á öllu svæðinu innan 20 km
frá upptökum. í allt að 90 km fjarlægð næðu áhrifin VIII stigum
og bylgjukraftar yrðu meiri en 15% af Jryngdarkrafti. Handan við
þessa fjarlægð yrðu áhrifin minni og litlar skemmdir á húsum, en
reiknað er með, að steinsteypt hús eigi að Jrola lárétta krafta allt
að 15% af þyngdarkrafti eða áhrif VII stig.
Skjálftar á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga
Víkjum nú að jarðskjálftum á íslandi. Ef litið er á skjálftakort
af Norður-Atlantshafi (1. mynd), er greinilegt að skjálftarnir Jiræða
miðjan Mið-Atlantshafshrygginn um ísland og norður undir Jan
Mayen. Þar sem hryggurinn hliðrast í hafinu og þverbrot tengja
hryggjarstykkin, fylgja skjálftarnir einnig þverbrotunum og eru Jrar
yfirleitt stærri en á hryggjarstykkjunum (Sykes 1967). Næst íslandi
nefnist liryggurinn Reykjaneshryggur og hliðrast hann smám sam-
an án greinilegra Jrverbrota til austurs, uns hann kemur að Reykja-
nestá. Þaðan liggur gosbelti um sunnanverðan Reykjanesskaga rétt
norðan Grindavíkur um Kleifarvatn og sunnanverð Bláfjöll austur
á Hellisheiði. Skjálftarnir Jnæða þetta gosbelti líkt og miðlirygginn
í hafinu. Á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns
eru skjálftar tíðir. Þeir korna yfirleitt í hrinum og geta Jrá orðið
hundrað eða þúsund á nokkrum dögum en kyrrara er á milli.
Skjálftarnir eru flestir smáir, ná sjaldan yfir stærð 5. Aðeins er
vitað um einn skjálfta að stærð 6 eða meira á Jressu svæði síðan um
1900 (Tryggvason 1973). Áhrif skjálftanna eru því mjög staðbundin