Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 40
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Helgi Hallgrímsson:
Islenskir kransþörungar (Charophyta)
Kransþörungar eru flokkur einkennilegra vatnajurta, sem í
fljótu bragði líkjast elftingum eða mara, enda voru þær á fyrri
öldum ýmist taldar til byrkninga eða blómplantna, og ófáir við-
vaningar í grasafræði hafa líka safnað þeim sem slíkum, þar á meðal
höfundur greinarinnar, og þá er líka að finna í flestum plöntusöfn-
um (herbarium).
Nú hefur samt tíðkast alllengi, að telja þá til þörunga. Eru
þeir þá ýmist taldir til grænþörunganna (Chlorophyta) eða sér-
stakur jurtaflokkur Charophyla. Með grænþörungum hafa þeir
vissulega ýmis sameiginleg einkenni, m. a. svipaða blaðgrænu, en
æxlunarhættir eru allfrábrugðnir, svo réttmætt getur verið að halda
þeim sér í flokki. farðsögulega eiga þeir sér langan aldur, eða allt
frá Silúrskeiðinu. Virðast þeir lítið hafa breyst á þessurn óralanga
ferli sínum. Bygging þeirra allra er furðu einhæf og líkir lifnaðar-
hættir, enda eru þeir venjulega taldir til eins ættbálks, Charales, og
einnar ættar, Characeae, sem inniheldur nokkrar ættkvíslir, en tvær
þeirra, Chara og Nit.ella, eru þekktar hér á landi.
Einkennandi fyrir vöxt kransþörunganna eru hinar kransstæðu
greinar, sem spretta á þeim stöðum sprotans, senr kallast „hnútar“
(nodiae), en frumur þeirra hafa þann hæfileika að geta skipt sér,
þar sem frumurnar á milli hnútanna (internodiae) eru hins vegar
ekki skiptingarhæfar. Úr greinunum vaxa stundum nýjar greinar
eða greinakransar, og á þeim sitja líka æxlunarfærin.
Frumurnar í stöngli og greinum eru sumpart mjög stórar, enda
er svæðið milli tveggja hnúta aðeins ein frurna Jijá sumum ætt-
kvíslum, t. d. hjá Nitella, en þar geta þessar frumur orðið um 10
cm langar og 2—3 mm á breidd. í smásjá má oft sjá frymið streyma
eftir þessum löngu rörum. Hjá ættkvíslinni Chara eru þessar löngu